Bæjarstjórn Fjallabyggðar

239. fundur 22. febrúar 2024 kl. 17:00 - 19:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
 • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
 • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
 • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
 • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
 • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26. janúar 2024.

Málsnúmer 2401006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 4, 6 og 7.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
 • 1.4 2401072 Tímabundinn samningur um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26. janúar 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 1.6 2311018 Golfskáli Skeggjabrekkudal
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26. janúar 2024. Bæjarráð samþykkir að veita GFB fjárframlag að fjárhæð kr. 10.000.000,- til þess að koma tímabundinni húsnæðisaðstöðu við Skeggjabrekkuvöll ásamt því að koma aðkomu- og bílastæðamálum í viðunandi horf. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 1.7 2401016 Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26. janúar 2024. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti notkun á kofunum í samræmi við reglur Fjallabyggðar. Þá heimilar bæjarráð einnig fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu kofanna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 2. febrúar 2024.

Málsnúmer 2401010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undur 2. lið fundargerðarinnar.
 • 2.2 2401061 Húsnæðisáætlun 2024
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 2. febrúar 2024. Bæjarráð samþykkir Húsnæðisáætlun fyrir Fjallabyggð fyrir sitt leyti, en ítrekar fyrri ábendingar um að sniðmát áætlunarinnar tekur ekki nægilega tillit til aðstæðna sveitarfélaga þar sem hlutfall sumarhúsa er hátt. Bæjarstjóra falið að koma ábendingum Fjallabyggðar til HMS og Innviðaráðuneytisins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 2.8 2401098 Ósk um fund með bæjar- eða sveitarstjórn
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 2. febrúar 2024. Beiðninni vísað til bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 9. febrúar 2024.

Málsnúmer 2402003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 14 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
 • 3.2 2402007 Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2023
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 9. febrúar 2024. Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 3.8 2402009 Lokun gatna vegna Fjarðargöngu 2024
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 9. febrúar 2024. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokun gatna vegna Fjarðargöngunnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16. febrúar 2024.

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 20 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 4.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
 • 4.2 2402003 Eyrarflöt 22- 28 - Umsókn um lóð
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16. febrúar 2024. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Tæknideild falið að ljúka gatnagerð og yfirborðsfrágangi við Eyrarflöt við fyrsta tækifæri. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
 • 4.4 2306014 Stjórnun Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16. febrúar 2024. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að fyrirkomulagið hafi gefist vel og að ánægja sé með fyrirkomulagið. Bæjarráð samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi út árið 2024. Bókun fundar Þorgeir Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 26. janúar 2024.

Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í 4 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

6.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 29. janúar 2024.

Málsnúmer 2401008FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
Tómas Atli Einarsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
Helgi Jóhannsson tók til máls undir 1. og 3. lið fundargerðarinnar.
Tómas Atli Einarsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
 • 6.3 2401080 Innri höfn, þekja
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 143. fundur - 29. janúar 2024. Vegagerðin hefur yfirfarið tilboðin og leggur til við hafnarstjórn að samið verði við lægstbjóðanda.
  Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 144. fundur - 19. febrúar 2024.

Málsnúmer 2402007FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 8 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
Lagt fram til kynningar

8.Stjórn Hornbrekku - 38. fundur - 31. janúar 2024.

Málsnúmer 2401009FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í 3 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
Lagt fram til kynningar

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 7. febrúar 2024

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 6, 7, 10.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Tæknideild falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins í samræmi við umræðu nefndarinnar sem leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir; parhús og raðhús. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Erindi samþykkt. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 6 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308 Erindi samþykkt. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

10.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 136. fundur - 12. febrúar 2024.

Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 4 liðum.
Engir liðir þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Fundargerð 60. fundar stjórnar SSNE lögð fram til afreiðslu.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fundargerð aukaaðalfundar Leigufélagsins Bríetar ehf.

Málsnúmer 2401048Vakta málsnúmer

Fundargerð aukaaðalfundar Leigufélagsins Bríetar ehf. frá 9. febrúar 2024, ásamt uppfærðum samþykktum félagsins lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Tillaga að fundadagatali nefnda, stjórna og ráða á vegum Fjallabyggðar fyrir árið 2024 lagt fram til yfirferðar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á skipan H-lista í fræðslu- og frístundanefnd:
Varamaður í fræðslu- og frístundanefnd verður Jón Kort Ólafsson, í stað Hákonar Leós Hilmarssonar.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram tvær tillögur um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði. Einnig var lögð fram staðarvalsgreining sem unnin var af Kanon Arkitektum. Ákvörðun um staðarval vísað til bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Sæbjörg Ágústsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Þorgeir Bjarnason tóku til máls.
Vísað til nefndar
Bæjarstjórn telur brýnt að óska eftir áliti íbúa áður en staðsetningum á nýjum grafreit í Ólafsfirði verður ákveðinn. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að leggja fram tillögur að útfærslu á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Ólafsfjarðar. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Aðalgata, Siglufirði

Málsnúmer 2401086Vakta málsnúmer

Á 820. og 821. fundi bæjarráðs óskaði deildarstjóri tæknideildar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda útboð vegna verkefnisins. Á 820. fundi óskaði bæjarráð eftir umsögn tæknideildar um áhrif þeirra tillagna sem bókað var um á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem ekki krefjast nýs samráðs á heildarkostnað verkefnisins og áætlaðan verktíma þess. Útboðsgögn fyrir síðasta áfanga á endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins á Siglufirði voru lögð fram. Á 821. fundi bæjarráðs voru umbeðin gögn lögð fram og samþykkt heimild til útboðs með eftirfarandi breytingum:
a.
Yfirborðsefni götu á milli gatnamóta verði malbik, m.a. til þess að draga úr kostnaði og auka afmörkun götu við aðliggjandi gangstéttir.
b.
Breyta bílastæðalausn við Aðalgötu 26-30 svo það verði 2 stæði, auk tveggja annarra, útfærð á sama hátt og við Aðalgötu 32-34, og færa ljósastauralínu að götu.
c.
Fjarlægja bílastæði fyrir hreyfihamlaða á horni Aðalgötu og Suðurgötu þar sem staðsetning þess hentar illa akandi og gangandi umferð um svæðið enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir því á þessum stað. Þá er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfihamlaða norðan megin götunnar.

Arnar Þór Stefánsson tók til máls.
Vísað til nefndar
Málinu vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður fundarins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Beiðni um viðauka - Innleiðing á kerfiseiningum í OneCRM

Málsnúmer 2402025Vakta málsnúmer

Á 821. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar, félagsmáladeildar og fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar þar sem óskað er eftir fjárveitingarheimild til þess að hefja innleiðingu kerfiseininga fyrir skólaþjónustu, félagsþjónustu ásamt öðrum minni háttar kerfiseiningum og uppfærslum á OneCRM málakerfi stjórnsýslunnar. Bæjarráð samþykkti að útbúinn yrði viðauki og hann lagður fyrir næsta fund bæjarstjórnar en þó með þeim skilyrðum að ekki verði um lækkun á handbæru fé.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu. Viðaukinn felur í sér millifærslur og niðurskurð á áætluðum útgjöldum málaflokks 02, 04 og 21 til að mæta útgjöldum vegna innleiðingarinnar. Viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, sjóðsstreymi eða handbært fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 er samþykktur með 7 atkvæðum.

18.Beiðni um lækkun gjaldskrár

Málsnúmer 2402010Vakta málsnúmer

Á 820. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Ísfélags hf. um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar. Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Á 144. fundi hafnarstjórnar var erindi Ísfélags hf. lagt fram. Hafnarstjórn tók undir bókun bæjarráðs frá 820. fundi og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað. Bæjarráði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Á 821. fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir þeim tilboðum sem borist höfðu í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt. Umræður á fundinum voru með þeim hætti að hægt væri að útiloka í það minnsta einn tilboðsgjafa þar sem hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni fyrr en síðar á árinu. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Strategíu. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við forsvarsmenn félagsins. Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:45.