Beiðni um afslátt til stórnotenda

Málsnúmer 2402010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 820. fundur - 09.02.2024

Beiðni Ísfélags hf. um afslátt af aflagjöldum skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnarsjóðs lagt fram.
Vísað til nefndar
Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Hvað varðar beiðni fyrirtækisins um festargjald þá er ekki heimild í núverandi gjaldskrá um aflagjöld að veita afslátt vegna þess og er því miður ekki hægt að verða við þeirri beiðni. Bæjarráð telur eðlilegt að mannaflaþörf í útköllum sé haldið í lágmarki og miðist við þörf hverju sinni.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 144. fundur - 19.02.2024

Lagt fram erindi frá Ísfélaginu hf, vegna beiðnar um lækkun á gjaldskrá hafnarsjóðs Fjallabyggðar.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 9.2.2024 og vísar málinu til fullnaðarafgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Guðmundur Gauti Sveinsson situr hjá.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 239. fundur - 22.02.2024

Á 820. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Ísfélags hf. um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar. Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Á 144. fundi hafnarstjórnar var erindi Ísfélags hf. lagt fram. Hafnarstjórn tók undir bókun bæjarráðs frá 820. fundi og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað. Bæjarráði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 822. fundur - 01.03.2024

Á 820. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni Ísfélags hf. um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs skv. heimildarákvæði í 5. fl. 10. gr. gjaldskrárinnar. Hafnarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að skoða sambærilegar hafnir og Fjallabyggðarhafnir og leggja tillögu að nánari útfærslu á núverandi heimild til veitingu afsláttar til stórnotenda og óska eftir umsögn hafnarstjórnar áður en málið er lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Á 144. fundi hafnarstjórnar var erindi Ísfélags hf. lagt fram. Hafnarstjórn tók undir bókun bæjarráðs frá 820. fundi og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Á 239. fundi bæjarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað og bæjarráði veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að núverandi 4. mgr. 5. fl. 10. gr. gjaldskrár Hafnasjóðs Fjallabyggðar um aflagjöld verði felldur brott og ný mgr. komi í staðinn: „Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð Verðlagsstofu við útreikning aflagjalds. Heimilt er að veita stórnotendum sérstakan afslátt af aflagjöldum. Til stórnotenda teljast aðilar, hverra skipa sem hafa landað samtals/umfram 7500 tonnum af óslægðum sjávarafla síðustu 12 mánuði. Afsláttur til stórnotenda skal vera 12,5%. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.“
Bæjarráð samþykkir einnig að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gjaldskráin endurskoðuð og vísar þeirri endurskoðun til Hafnarstjórnar.