Erindi - Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði, til kynningar

Málsnúmer 2204075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram til upplýsingar erindi Önnu M. Guðlaugsdóttur f.h. sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls er varðar ósk um viðræður við sveitarfélagið varðandi nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 04.05.2022

Lagt fram erindi, dagsett 20.04.2022, frá Sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju þar sem óskað er eftir fundi með Skipulags- og umhverfisnefnd varðandi nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Formaður sóknarnefndar, Anna María Guðlaugsdóttir, mun mæta á fund nefndarinnar.
Nefndin þakkar Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fyrir komuna á fundinn.
Nefndin felur tæknideild að taka saman álitleg svæði undir nýjan kirkjugarð að teknu tilliti til umræðu nefndar og fá álit sóknarnefndar á þeim stöðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Lagðar fram tillögur að mögulegum svæðum fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.
Tæknideild falið að skilgreina og greina kosti og galla fyrir hvern stað fyrir sig og einnig kalla eftir afstöðu sóknarnefndar Ólafsfjarðar á tillögunum þegar þær liggja fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur f.h. Sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls dags. 11.4.2023. Er það mat sóknarnefndar að af þeim tillögum sem bárust frá skipulags- og umhverfisnefnd sé svæði við Garðsveg ákjósanlegast fyrir nýjan kirkjugarð. Jafnframt er óskað eftir fundi með skipulags- og umhverfisnefnd til að ræða svæðið í heild.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að skoða betur umrætt svæði undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar grunnvinnu er lokið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 299. fundur - 06.06.2023

Á 230. fundi bæjarstjórnar var lögð fram bókun þess efnis að tæknideild væri falið að kanna frekar svæðið við Brimnes (ofan Ólafsfjarðarvegar) fyrir framtíðar kirkjugarð Ólafsfjarðar, skv. sömu mælikvörðum og aðrir valkostir hafa verið greindir. Lögð fram greining svæða sem lögð voru til sem framtíðar kirkjugarðar í Ólafsfirði þar sem svæðið við Brimnes er skoðað og greint með sama hætti.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir framlagða greiningu og felur tæknideild að kanna viðbrögð Sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju á viðbættri greiningu Brimnessvæðis.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 06.09.2023

Lagt fram erindi sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls dags. 29.8.2023. Af þeim tillögum sem lagðar voru fram til grundvallar staðsetningar á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði hlutast meirihluti sóknarnefndar til að svæðið við Garðsveg sé vænlegasti kosturinn.
Nefndin samþykkir að skoða betur Garðsveg og Brimnes undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðin og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum er lokið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, þar sem óskað var eftir tilboði þriggja aðila í vinnu staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að finna kirkjugarðinum nýjan stað þar sem núverandi kirkjugarður verður fljótlega fullgrafinn. Skoðaðar verða tvær staðsetningar, annars vegar við Garðsveg og hins vegar við Brimnes.

Tilboð barst frá eftirfarandi aðilum:
Kanon arkitektum
Eflu verkfræðistofu
Landslagi ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að taka tilboði Kanon arkitekta vegna staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Bæjarráð leggur áherslu á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 307. fundur - 04.01.2024

Birkir Einarsson hjá Kanon arkitektum kynnti staðarvalsgreiningu fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Á fundinn mættu einnig meðlimir sóknarnefndar Ólafsfjarðarkirkju og Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá kirkjugarðaráði.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu og sóknarnefnd fyrir komuna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Lagðar fram tvær tillögur að útfærslu nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin þakkar fyrir framlagt erindi og vísar ákvörðun um staðarval nýs kirkjugarðs til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 239. fundur - 22.02.2024

Á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram tvær tillögur um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði. Einnig var lögð fram staðarvalsgreining sem unnin var af Kanon Arkitektum. Ákvörðun um staðarval vísað til bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Sæbjörg Ágústsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Þorgeir Bjarnason tóku til máls.
Vísað til nefndar
Bæjarstjórn telur brýnt að óska eftir áliti íbúa áður en staðsetningum á nýjum grafreit í Ólafsfirði verður ákveðinn. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að leggja fram tillögur að útfærslu á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Ólafsfjarðar. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 826. fundur - 05.04.2024

Á 239. fundi bæjarstjórnar var tekið til afgreiðslu mál 2204075 - Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði - frá 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Lagðar voru fram tvær tillögur um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði, ásamt staðarvalsgreiningu sem unnin var af Kanon Arkitektum. Ákvörðun um staðarval var vísað til bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt með 7 atkvæðum að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að leggja fram tillögur að útfærslu á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Ólafsfjarðar, þar sem bæjarstjórn taldi brýnt að óska eftir áliti íbúa áður en staðsetningum á nýjum grafreit í Ólafsfirði yrði ákveðinn. Bæjarstjórn fól bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.
Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að kosningarkerfi fyrir íbúakosningu. Tillagan var unnin með skipulagsfulltrúa.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ráðgefandi viðhorfskönnun verði framkvæmd í gegnum Betra Ísland á meðal allra íbúa Ólafsfjarðar (póstnúmer 625 og 626) 18 ára og eldri. Við útfærslu viðhorfskönnunarinnar skal sérstaklega horft til þess að bjóða aðstoð til þeirra sem þess óska.
Bæjarráð óskar eftir að drög þeirra gagna sem munu liggja til grundvallar verði lögð til kynningar fyrir bæjarráð áður en kosning hefst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 828. fundur - 23.04.2024

Á 826. fundi bæjarráðs var samþykkt að ráðgefandi viðhorfskönnun meðal allra íbúa Ólafsfjarðar (póstnúmer 625 og 626) 18 ára og eldri verði framkvæmd í gegnum Betra Ísland. Við útfærslu viðhorfskönnunarinnar skal sérstaklega horft til þess að bjóða aðstoð til þeirra sem þess óska.
Bæjarráð óskaði eftir að drög þeirra gagna sem munu liggja til grundvallar verði lögð til kynningar fyrir bæjarráð áður en kosning hefst.

Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt skipulagsfulltrúa hafa unnið að útfærslunni, sem lögð er fram til kynningar.
Samþykkt
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útfærsluna og felur deildarstjóra að hrinda í framkvæmd ráðgefandi atkvæðagreiðslu um staðarval vegna kirkjugarðs í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 243. fundur - 15.05.2024

Niðurstaða íbúakönnunar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði er sem hér segir:

Íbúar á kjörskrá: 589
Greidd atkvæði: 115 (19,5%)

Atkvæði féllu þannig:
Brimnes: 71 atkvæði (61,7%)
Garðsvegur: 44 atkvæði (38,3%)

Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að hafin verði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu ráðgefandi íbúakosningar.
Bæjarstjórn þakkar íbúum Ólafsfjarðar fyrir þátttöku í kosningunni.