Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Á 237. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja fram tillögu um að framkvæmd verði úttekt á rekstri sveitarfélagsins ásamt þjónustuframboði samhliða samþykktum sveitarfélagsins, og að bæjarráði yrði falið að leggja fram tillögu með hvaða hætti og hvernig sú skoðun eigi að fara fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilboðum vegna stjórnsýslu og rekstrarúttektar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 819. fundur - 02.02.2024

Á 818. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að óska eftir tilboðum vegna stjórnsýslu- og rekstrarúttektar. Minnisblað bæjarstjóra um efnistök og umfang úttektarinnar lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir verkefnalýsingu rekstrar- og stjórnsýsluúttektar og felur henni að leita tilboða og verkáætlana hjá áhugasömum aðilum sbr. minnisblaðið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 821. fundur - 16.02.2024

Á 819. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að leita tilboða og verkáætlana hjá áhugasömum aðilum í tengslum við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt. Tilboðin lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim tilboðum sem borist höfðu í verkefnið. Umræður á fundinum voru með þeim hætti að hægt væri að útiloka í það minnsta einn tilboðsgjafa þar sem hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni fyrr en síðar á árinu. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 239. fundur - 22.02.2024

Á 821. fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir þeim tilboðum sem borist höfðu í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt. Umræður á fundinum voru með þeim hætti að hægt væri að útiloka í það minnsta einn tilboðsgjafa þar sem hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni fyrr en síðar á árinu. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Strategíu. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við forsvarsmenn félagsins. Samþykkt með 7 atkvæðum.