Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2208066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 757. fundur - 06.09.2022

Lagt er fram erindi er varðar stofnun umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu. Lagt er fyrir bæjarráð að taka þarf afstöðu til hvort Fjallabyggð taki þátt í samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lagt er fram til kynningar erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs auk tveggja viðauka sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir allra aðildarsveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13.09.2022

Tillga að samningi ásamt fylgigögnum, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni lögð fram til kynningar. Málið var tekið fyrir á 757. fundi bæjarráðs þann 6. september sl. og bókað að ,,Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins við undirbúning og gerð samnings og leggja aftur fyrir bæjarráð".

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 219. fundur - 14.09.2022

Lagður fram uppfærður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni auk tveggja viðauka sem leggja þarf fyrir sveitarstjórnir allra aðildarsveitarfélaga. Einnig lagt fram til kynningar erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
Samþykkt
Sigríður Ingvarsdóttir tók til máls.
Helgi Jóhannsson tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn og viðaukana með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13.12.2022

Drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 757. fundi sínum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20.12.2022

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt verklagsreglum og vinnuskjali. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa er varðar endurskoðunarákvæði og hlutverk valnefndar varðandi kjör.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 816. fundur - 12.01.2024

Nýr samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Mið-Norðurlandi lagður fram.
Samþykkt
Um er að ræða samhljóðandi samning og skrifað undir til eins árs þegar lögin tóku gildi. Bæjarstjóra veitt heimild til þess að undirrita samninginn sem nú mun gilda til næstu þriggja ára.