Erindi um samgöngumál á Norðurlandi.

Málsnúmer 2209029

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 219. fundur - 14.09.2022

Til fundarins mætti Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Jón Þorvaldur hélt erindi um "Annað Norðurland, hvernig má breyta Norðurlandi með vegagerð."
Í erindinu fór Jón Þorvaldur yfir það hvernig komast megi hjá fjallvegum, stækka atvinnusvæði og þjónustusvæði, gefa atvinnulífi ný tækifæri, auka velsæld og gera Norðurland að betri búsetukosti. Farið var yfir alla þá vegagerð sem um ræðir og möguleika á að fjármagna hana.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Jóni Þorvaldi fyrir áhugavert og fróðlegt erindi.