Hafnarstjórn Fjallabyggðar

130. fundur 06. september 2022 kl. 16:15 - 17:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, A lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Nýr löndunarkrani - tilboð

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Stálsmiðjunni Framtak í nýjan löndunarkrana fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að taka tilboði Framtaks og felur yfirhafnarverði að ganga frá kaupunum og undirbúa uppsetningu í samráði við deildarstjóra tæknideildar.

2.Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju

Málsnúmer 2207044Vakta málsnúmer

Landhelgisgæslan hefur óskað eftir að fá aðgang að heitu vatni fyrir varðskipið Freyju við Óskarsbryggju.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti nýja heitavatnsheimæð á Óskarsbryggju og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

3.Rekstraryfirlit - 2022

Málsnúmer 2204016Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir Fjallabyggðarhafnir.
Lagt fram til kynningar.

4.Aflatölur 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 2. september með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hafa 9.864 tonn borist á land í 1052 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13.933 tonn í 1420 löndunum. Á Ólafsfirði hafa 160 tonn borist á land í 142 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 283 tonnum verið landað í 173 löndunum.
Lagt fram til kynningar.

5.Innri höfn Siglufjörður - Stálþilsrekstur

Málsnúmer 2206007Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkefnið "Endurbygging Innri hafnar 2022". Eftirfarandi tilboð bárust.
Árni Helgason ehf. 138.863.500
Hagtak ehf. 162.250.000
Kostnaðaráætlun 123.957.000.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leita að taka tilboði Árna Helgasonar ehf.

6.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Erindisbréf Hafnarstjórnar lagt fram til kynningar og yfirferðar.
Lagt fram til kynningar.

7.Hafnasambandsþing 2022.

Málsnúmer 2206063Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing verður á Ólafsvík 27.-28. október nk.

Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. september nk.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna áhuga kjörinna fulltrúa og nefndarmanna á þátttöku.

8.Styrkir vegna fordæmisgefandi dómsmála

Málsnúmer 2206084Vakta málsnúmer

Á 444. stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. júní sl. voru samþykktar reglur um styrki vegna fordæmisgefandi úrskurða og dómsmála er varða hafnarrekstur.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Cruise Iceland

Málsnúmer 2206062Vakta málsnúmer

Aðalfundur Cruise Iceland var haldinn 6. maí síðastliðinn. Anita Elefsen sótti fundinn fyrir hönd Fjallabyggðarhafna.
Hafnarstjórn þakkar Anitu Elefsen fyrir fróðlega samantekt.

10.Aðalfundur og ráðstefna Cruise Europe 2022

Málsnúmer 2206066Vakta málsnúmer

Aðalfundur og ráðstefna Cruise Europe 2022 fór fram dagana 17-18 maí síðastliðinn. Anita Elefsen sótti fundinn og ráðstefnuna.
Hafnarstjórn þakkar Anitu Elefsen fyrir góða samantekt.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022.

Málsnúmer 2202020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - Önnur mál 2022

Fundi slitið - kl. 17:20.