Samningur um sértæk verkefni sóknaráætlunar

Málsnúmer 2206099

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lagður er fram samningur um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðastofnun frá 31. maí 2022.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 219. fundur - 14.09.2022

Bæjarstjóri lagði fram samning milli sveitarfélagsins og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðastofnun frá 31. maí 2022. Heiti verkefnisins er "Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu í Fjallabyggð" og markmið þess er að efla þjónustuna við eldra fólk og traust notenda til stuðnings heimaþjónustu og dagþjálfunar, þannig að ná megi fram að eldra fólk geti búið heima sem lengst við góðar aðstæður.
Samþykkt
Samningurinn lagður fram til afgreiðslu og samþykktur með 7 atkvæðum.