Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð

Málsnúmer 2112024

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 20. fundur - 09.12.2021

Fulltrúi eldri borgara í stýrihópi um heilsueflndi samfélag í Fjallabyggð hefur óskað eftir að láta af nefndarstörfum af heilsufarsástæðum. Varamaður hans hefur flutt frá Fjallabyggð.
Lagt fram
Óskað verður eftir tilnefningu eldri borgara í Fjallabyggð á aðal- og varamanni í stýrihópinn.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 22. fundur - 26.04.2022

Eftirfarandi hagsmunaaðilar eiga fulltrúa í Stýrihópi um heilsueflandi samfélag: Leik- og grunnskóli, heilsugæsla, félög eldri borgara, íþróttahreyfingin og Fjallabyggð. Fulltrúar eru ekki útnefndir til ákveðins tíma en stýrihópurinn leggur til við bæjarstjórn að fulltrúar hagsmunaaðila verði útnefndir til ákveðins árafjölda í senn á þann hátt að við upphaf nýs kjörtímabils verði óskað eftir við hagsmunaaðila að þeir endurnýi umboð sinna fulltrúa eða útnefni nýja.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar:
Stýrihópurinn leggur til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að fulltrúar áðurnefndra hagsmunaaðila í stýrihópnum, verði útnefndir til ákveðins árafjölda í einu, á þann hátt að við upphaf nýs kjörtímabils verði óskað eftir endurnýjuðu umboði sitjandi fulltrúa eða útnefningu nýrra.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 219. fundur - 14.09.2022

Á 216. fundi bæjarstjórnar var tilnefningum í stýrihóp um heilsueflandi samfélag frestað og óskað eftir að nýjar tilnefningar yrðu lagðar fyrir bæjarstjórn þegar þær lægu fyrir.

Tilnefningar í stýrihópinn liggja fyrir og eru eftirfarandi:

Leik- og grunnskóli
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir
Varamaður: Björk Óladóttir

Heilsugæsla
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir

Félög eldri borgara
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson
Varamaður: Björn Kjartansson

Íþróttahreyfingin (ÚÍF)
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fjallabyggð
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Samþykkt
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 23. fundur - 11.10.2022

Kynning á meðlimum og verkefnum stýrihóps um heilsueflandi samfélag fyrir árin 2022-2026.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri bauð fundarmenn velkomna og fór yfir skipun stýrihópsins.
Í stýrihópi um Heilsueflandi samfélag sitja fyrir tímabilið 2022-2026 eftirfarandi fulltrúar:

Fyrir leik- og grunnskóla:
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir.
Varamaður: Björk Óladóttir.

Fyrir heilsugæslu,
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir.

Fyrir félög eldri borgara,
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson.
Varamaður: Björn Kjartansson.

Fyrir íþróttahreyfinguna (UÍF)
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir.
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fyrir Fjallabyggð
Ríkey Sigurbjörnsdóttir.

Stýrihópurinn ákvað fundartíma á þriðjudögum kl. 14:30 - 15:45, 6 til 8 fundi á ári.

Fundarstaður: Til skiptis í Ráðhúsi Fjallabyggðar og í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. nóvember 2022 í Ólafsvegi 4.