Fundargerð 288. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1,2,6,7,8 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
.1
2104091
Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar - Ólafsfjörður
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
.2
2010039
Skógarstígur 10
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Nefndin samþykkir stækkun byggingarreits um 8 metra til suðurs en hafnar tillögu um breytta mænisstefnu og vísar til núgildandi deiliskipulags. Lóðarhafi þarf sjálfur að kosta til breytinga á deiliskipulagi vegna stækkunnar á byggingarreit.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
.6
2208042
Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Suðurgata 49
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
.7
2209004
Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - Hólavegur 6 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
.8
2209005
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 25 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
.9
2106004
Afturköllun lóðarúthlutunar - Eyrarflöt 30-38
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur 7. september 2022.
Samþykkt.
Bókun fundar
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.