Bæjarstjórn Fjallabyggðar

182. fundur 12. mars 2020 kl. 16:35 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Jón Valgeir Baldursson boðaði forföll.

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir kom á fund kl.16:50 og var 1. varaforseti Helga Helgadóttir við stjórn fundsins þar til.

Fundarhlé var tekið kl. 17:41 og byrjaði fundur aftur kl. 17:58.

Fundarhlé var tekið kl. 18:12 og byrjaði fundur aftur kl. 18:.30.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020

Málsnúmer 2002004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lögð fram drög af bréfi við svari frá Rarik frá 28. janúar sl.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Á 622. fundi bæjarráðs frestaði ráðið afgreiðslu málsins.
    Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð um uppgræðslu landgræðsluskógs norðan Brimnesár að Hlíð ásamt samningi við Skógræktarfélag Íslands og uppfærðum hnitsettum uppdrætti tæknideildar þar sem tekið er tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu sem skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að yrði fylgiskjal samnings.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Erindi frestað til næsta fundar bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lögð fram drög að Markaðsstefnu Fjallabyggðar, dags. 30.01.2020 en á 61. fundi Markaðs-og menningarnefndar vísaði nefndin drögum til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

    Bæjarráð þakkar vinnuhópi um Markaðsstefnu Fjallabyggðar fyrir störf sín.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram undirritað kauptilboð vegna íbúðar 101 að Laugarvegi 37, dags. 10.febrúar 2020.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð verði Skógræktarfélaginu innanhandar með að skipuleggja bílaplan og útivistarbrautar fyrir ofan Ólafsfjörð sem mun liggja um svæði skógræktarinnar. Skógræktarfélagið og Skíðafélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér samning um að tengja gönguskíðabraut við útivistarbrautina. Sótt hefur verið um styrki til Eyþings og í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

    Einnig er óskað eftir styrk frá Fjallabyggð sambærilegum og þeim sem Skógræktarfélag Siglufjarðar fær.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.02.2020 þar sem fram kemur að Jafnréttisþing 2020, Jafnrétti í breyttum heimi verður haldið í Hörpu 20.02.2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsþjónustu og félagsmálanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.02.2020 þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Í þessu skyni eru lagðar til breytingar á eftirtöldum fjórum lagabálkum: Lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966, þinglýsingalögum nr. 39/1978, lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og jarðalögum nr. 81/2004. Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 12.02.2020 þar sem vakin er athygli á að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
    Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Greiðrar leiðar dags. 17. febrúar 2020 þar sem fram kemur að aukaaðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 2020 í fundarsal KEA, Akureyri og hefst kl. 11:00.

    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 12.02.2020 vegna umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

    Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • 1.13 2002029 Fundagerðir ALMEY
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar (ALMEY) frá 06.02.2020 ásamt drögum að samstarfssamningi um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008. Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 640. fundur 18. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 81. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 17.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 640. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020

Málsnúmer 2002008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem lagt er til að lán nr. 1802028_2 hjá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga að upphæð 90.293.910 kr. miðað við uppreikning þann 13.02.2020, verði greitt upp.

    Bæjarráð samþykkir að greiða upp lán nr. 1802028_2 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 12.02.2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa skipan tveggja fulltrúa, bæjarstjóra og lögmanns Fjallabyggðar til viðræðna við fulltrúa Rauðku og skyldra aðila til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram drög að samstarfssamningi um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku við Golfklúbb Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins .
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram tillaga lögmanns að svari við erindi Húseigendafélagsins, fh. Elísar Hólms Þórðarsonar dags. 24.01.2020.

    Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda bréfið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.02.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar árið 2020. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
    Malbikun Norðurlands, Malbikun Akureyrar og Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að framkvæma lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar á árinu 2020.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • 2.6 2001043 Bylgjubyggð 37b
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 19.02.2020 þar sem fram kemur að á fundi félagsmálanefndar þann 19.02.2020 hafi nefndin samþykkt að leggja til við bæjarráð að húseignin að Bylgjubyggð 37b, Ólafsfirði verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018

    Bæjarráð samþykkir að íbúðin verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og óskar eftir minnisblaði frá deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við lagfæringar á íbúðinni vegna viðhalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • 2.7 2002052 Ársskýrsluvefur
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi Stefnu ehf., dags. 11.12.2019, þar sem fram kemur að Stefna ehf. er að kanna áhuga aðila á nýjum ársskýrsluvef þar sem hægt er að setja inn ársskýrslu eða ársreikning á sjónrænan hátt.
    Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 20.02.2020, þar sem lagt er til að gert verði ráð fyrir innleiðingu þessarar einingar í fjárhagsáætlun 2021 þar sem um nýja einingu er að ræða sem eykur notagildi og aðgengi að gögnum Fjallabyggðar. Birtingarform verði þægilegt, sjónrænt og notendavænt og með möguleika á birtingu allra tölfræðilegra gagna, s.s. íbúaþróun og tölulegum upplýsingum úr ársreikningum, bætir Fjallabyggð upplýsingagjöf til bæjarbúa til muna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar sem unnin er skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður þó endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem verði á forsendum á milli ára.

    Málið verður áfram til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10.02.2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimild og breytingum á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni sem unnin voru á árinu 2019, hvort sem þau áttu upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað er eftir að yfirlitið sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • 2.10 1909068 Minningagarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram svar Sóknarnefndar Siglufjarðar, dags. 15.02.2020, vegna erindis sveitarfélagsins, dags 20.09.2020 varðandi Minningagarð í Fjallabyggð. Sóknarnefnd telur verkefnið ekki varða sóknarnefnd þar sem ekki er óskað eftir því að garðar séu staðsettir innan kirkjugarða.

    Erindið var einnig sent á sóknarnefnd Ólafsfjarðar og ítrekað en ekkert svar borist.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða frá, þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.

    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi félaga Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dags. 19.02.2020 þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau taki jákvætt í tillögu félaganna að breytingu á 22. gr. náttúruverndarlaga
    22.grein; „Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“. Breytist í: Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða, hafi þessi tæki ekki salernisaðstöðu. Fyrir sambærileg tæki sem hafa salernisaðstöðu t.a.m. ferðasalerni þarf ekki að leita leyfis, þá gildir Almannarétturinn enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi. Einnig teljum við rétt að kaflaheitið; „Heimild til að tjalda“. sé ekki nógu lýsandi og færi betur ef kaflaheitið væri; „Heimild til að nátta“.

    Leitað er leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaga þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar, dags. 19.02.2020 þar sem athygli er vakin á að bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022. Sjá nánar frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/02/18/Bradabirgdayfirlit-fyrstu-vatnaaaetlunar-Islands-er-komid-ut/?fbclid=IwAR16oi-jFUlpAPgJPoXjZig2ySz0j8H-9HYNVRRxoMBK35PG4wqOo82rjtA Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi stéttarfélagsins Kjalar, dags. 20.02.2020 og varðar tilkynningu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar í almannaþjónustu um verkföll. Auk tilkynningar um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir.
    Einnig lagður fram listi yfir þau störf hjá Fjallabyggð sem undanskilin eru verkfallsheimild sbr. 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra, forstöðumanna og annarra stjórnenda sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 21.02.2020 er varðar umsagnir um umsóknir Valló ehf. Kt: 640908-0680, Fossvegi 13, 580 Siglufirði um tímabundin áfengisleyfi vegna Fjallaskíðamóts 27.-29.03.2020, 80´ hátíðar 7.-8.03.2020 og Páska á Sigló 9.-13.04.2020.

    Bæjarráð samþykkir umsóknirnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lagt fram erindi frá Stoð ehf. verkfræðistofu, Ramma hf., dags. 20.02.2020 vegna sjóvarna og endurskoðunar á hæðarsetningu lóðar við Tjarnargötu A1, Siglufirði sem Rammi hefur fengið úthlutað undir 1.000 fm2 geymsluhúsnæði.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir en málefni sjóvarna hefur þegar verið tekið upp við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar Stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 12. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar 122. fundargerð fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 19. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020

Málsnúmer 2002010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Á 624. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir því að bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar tækju upp viðræður við Vegagerðina um að flytja grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði að afleggjara að Hlíð í framhaldi af erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 04.10.2019.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að Vegagerðin hefur samþykkt að færa grindarhlið neðan Hornbrekku að afleggjara upp að Hlíð í sumarið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.02.2020 er varðar samantekt eftir fund með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar þann 26.02.2020.
    Eftirtalin málefni voru rædd:

    Yfirlagnir á þjóðvegi í þéttbýli.
    Fjallabyggð ítrekar fyrri áskoranir um að klára yfirlögn á þjóðveginum í gegnum þéttbýlin. Vegagerðin er ekki komin með áætlun þar sem fjármagn fyrir árið 2020 liggur ekki fyrir. Vegagerðin gerir þó ráð fyrir að leggja á Hvanneyrarbraut frá gatnamótum við Túngötu og til norðurs út fyrir nyrstu blokkina, ca. 400 metra. Fjallabyggð áætlar að fara í endurnýjun fráveitulagna í Hvanneyrarbraut framan við sundlaugina á Siglufirði og verður því að hafa samráð við Vegagerðina vegna þessa.

    Götulýsing.
    Götulýsing á þjóðvegi í þéttbýli hefur verið mjög bágborin í vetur og kvörtunum hefur rignt inn til Fjallabyggðar. Vegagerðin ætlar að gera samkomulag við verktaka sem mun sjá um viðhald á götulýsingu við þjóðveg í þéttbýli.

    Miðbæjarskipulag Siglufirði.
    Búið er að forhanna allar götur en hönnun verður ekki kláruð fyrr en fjármögnun liggur fyrir. Hlutur Vegagerðarinnar er áætlaður 60 milljónir.

    Saurbæjarás.
    Fjallabyggð ítrekar ósk sína um að fá vindmæli á gangnamunnann í Skútudal. Vegagerðin ætlar að þrýsta á að þetta verði gert.
    Á fundi 29.01.2019 var bókað að málið væri komið á skrið og yrði klárað um sumarið. Einhverra hluta vegna hefur það ekki gengið eftir.

    Grindarhlið við Hornbrekku.
    Fjallabyggð óskar eftir að grindarhlið við Hornbrekku verði fært til suðurs að afleggjara að Hlíð. Fjallabyggð mun svo sjá um að girða til og frá hliðinu. Vegagerðin samþykkir að láta framkvæma þetta í sumar

    Stokkur undir Hvanneyrarbraut.
    Fjallabyggð áætlar að byggja við sundlaugina á Siglufirði og mun viðbyggingin liggja ofan á stokknum sem Hvanneyrará liggur í undir Hvanneyrarbraut og til sjávar. Fara þarf í lagfæringar á stokknum þar sem hann liggur undir Hvanneyrarbraut. Vegagerðin ætlar að athuga með að steypa botn í stokkinn undir Hvanneyrarbraut.

    Ólafsfjarðarmúli.
    Fjallabyggð fékk ábendingu um að ekki hafi verið mokað úr snjóflóðaskápum í Ólafsfjarðarmúla. Er í mokstursplani hjá Vegagerðinni að tæma þá þegar þeir eru fullir.

    Umferðar- og vindmælar á Siglufjarðarvegi.
    Mælarnir hafa verið bilaðir í nokkra daga. Vegagerðin er að vinna að viðgerð en varahlutir sem sendir voru skemmdust í flutningi og er beðið eftir nýjum pörtum. Verður lagað við fyrsta tækifæri.

    Breytingar á hámarkshraða á þjóðvegi í þéttbýli.
    Fjallabyggð vinnur að breytingum á hámarkshraða í sveitarfélaginu. Vegagerðin bendir á að Fjallabyggð ákveður hvaða hraði verður en Vegagerðin veitir umsögn vegna þessa. Vegagerðin sér um að breyta stillingu á blikkskiltum við innkomu í bæina vegna þessara breytinga.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja málum eftir.


    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020 varðandi varaafl í stofnunum sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 600.000 vegna varaafls í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði og í búsetukjarna að Lindargötu 2, Siglufirði og vísar í viðauka nr. 5/2020 við deild 31250, lykill 4965 og deild 31530, lykil 4965, kr. 300.000 á hvorn lykil, sem mætt er með lækkun á handbæru fé.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmála að hefja viðræður við forstjóra HSN vegna þátttöku og útfærslu á varaafli í Hornbrekku Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18.02.2020 er varðar mál nr. 32/2020 reglugerð um héraðsskjalasöfn sem er í umsagnarferli á samráðsgátt til og með 13.03.2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF á Íslandi, dags. 30.01.2020 þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í verkefninu barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013.

    Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa hafið innleiðingu þess við góðan orðstír. Með samstarfi við Félags- og barnamálaráðherra mun öllum sveitarfélögum standa til boða að taka þátt í verkefninu á næstu árum. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu barnvænna sveitarfélaga: http://barnvaensveitarfelog.is/

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð eru fram lokadrög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar. Áætlunin er unnin skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra félagsþjónustu að vinna málið áfram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.02.2020 er varðar umsögn um frv. um br. á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.02.2020 þar sem vakin er athygli á að Sambandið hefur ákveðið að standa fyrir námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn í tengslum við að Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga.
    Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356, sjá https://www.regjeringen.no/no/tema/kommuner-og-regioner/kommunereform/kommunereform/id2548377/ Skrifstofa norska sveitarfélagasambandsins í Bergen mun taka á móti hópnum 31. ágúst og veita almennar upplýsingar um norska sameiningarverkefnið og sameiningarsveitarfélög verða heimsótt 31. ágúst og 1. september en flestar norsku sameiningarnar áttu sér stað á þessu svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.02.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27.02.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.02.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 3.12 1909068 Minningagarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Tré lífsins, dags. 28.02.2020 þar sem fram kemur að óskað hafi verið eftir við bæjarráð að fá að vita hvort áhugi væri fyrir að opna Minningargarða í sveitarfélaginu og hvort afstaða bæjarráðs væri jákvæð eða neikvæð óháð því hvort verkefnið er á fjárhagsáætlun eða ekki. Þar sem að verkefnið er enn í þróun er ekki ljóst hvort eða hve mikla fjárhagslega ábyrgð bæjarfélagið myndi bera af opnun eða rekstri garðanna, slíkt yrði samningsatriði á síðari stigum.
    Á 641. fund bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða, frá þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.
    Bæjarráð ítrekar svar sitt frá 641. fundi og tekur ekki afstöðu, jákvæða eða neikvæða á þessari stundu þar sem verkefnið er enn í þróun og ekki liggur fyrir fjárhagsleg ábyrgð sveitarfélagsins á opnun eða rekstri slíks garðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar SSNE frá 21.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagðar fram til kynningar.
    Fundargerð 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 26.02.2020.
    Fundargerð 81. fundar Fræðslu- og frístundanefndar frá 17. 02.2020.
    Fundargerð 25. fundar Ungmennaráðs frá 24.02.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 643

Málsnúmer 2003002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Á 62. fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar vísaði nefndin drögum að Söfnunar-og útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs.

    Lögð fram drög að Söfnunar- og útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar.

    Bæjarráð tekur jákvætt í drögin og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 4.4 2001043 Bylgjubyggð 37b
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Á 641. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar vegna viðhalds á íbúð við Bylgjubyggð 37b.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna viðhalds er 1,5-2 mkr.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.6/2020 að upphæð kr. 2.000.000.- við deild 61140, lykill 4965 og að honum sé mætt með lækkkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 4.5 2003001 BMX BRÓS sýning
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram erindi BMX-BRÓS, dags. 01.03.2020 þar sem boðið er upp á orkumikla BMX sýningu sumarið 2020.

    Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála með tilliti til kostnaðar og hugsanlegrar þátttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram erindi Háskóla Íslands, dags. 05.03.2020 er varðar námskeið um gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna sem haldið verður fimmtudaginn 19. mars nk. í húsnæði háskólans í Stakkahlíð. Námskeiðið er einnig boðið í fjarnámi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram erindi Heilsulausnar, dags 02.03.2020 þar sem boðið eru upp á forvarnarfræðslu fyrir börn og unglinga og heilsufarmælingar fyrir starfsfólk og vinnustaði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 06.03.2020 þar sem óskað er eftir áætlun sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2020-2022. Einnig lagt fram uppgjör síðasta tímabils 2017-2019 ásamt áætlun um refaveiðar 2020-2022.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi sveitarfélaga um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðning í grunnskólum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 03.03.2020 þar sem fram kemur að dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga verður haldinn 3. apríl n.k. Þar verður fjallað um stafræn samstarfstækifæri sveitarfélaga, reynslu af stafrænum verkefnum þeirra og um lagaumgjörðina fyrir stafræna framþróun. Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020 Lagðar fram til kynningar
    62. fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 04.03.2020
    82. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 02.03.2020
    83. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 09.03.2020
    Bókun fundar Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

5.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020

Málsnúmer 2001010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Hann lagði fram tillögu að opnun íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um páska 2020. Opnunin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu að páskaopnun fyrir sitt leyti. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
    Hann fór yfir aðsókn í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar árið 2019. Samkvæmt aðsóknarkerfi íþróttamiðstöðvarinnar var gestafjöldi á Siglufirði 38.592 manns og í Ólafsfirði 38.585 manns
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfmanna sátu undir þessum lið. Nú eru 118 nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar og stefnir í að fjöldi þeirra verði 124 í vor. Við skólann starfa 38 starfsmenn í 35 stöðugildum. Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri er í námsleyfi á vorönn. Guðný Huld Árnadóttir leysir 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikskálum á meðan og Þuríður Guðbjörnsdóttir leysir af 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikhólum. Skólastjóri hefur viðveru á báðum starfsstöðvum eins og kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum lið.
    Forhönnun af endurnýjun skólalóðar Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við skólalóð Leikhóla sumarið 2020. Þegar þessum áfanga lýkur hafa allar skólalóðir við Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar verið endurnýjaðar.
    Teikningar verða hengdar upp á deildum Leikhóla og lagðar fram til kynningar á fundi foreldraráðs Leikskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

    Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Lykiltölur um skólahald 2018 eftir sveitarfélögum lagðar fram til kynningar. Um er að ræða samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á helstu lykiltölum um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum vegna rekstrarársins 2018. Gögnin eru fengin frá Hagstofu Íslands og úr ársreikningum sveitarfélaga og sundurliðunum. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 17. febrúar 2020 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 2. mars 2020

Málsnúmer 2002009FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 2. mars 2020 Undir þessum lið sátu stjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar, fulltrúar starfsmanna Grunnskóla Fjallabyggðar, fulltrúar skólaráðs Grunnskóla Fjallabyggðar og fulltrúar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Kristrún Lind Birgisdóttir frá Tröppu ráðgjöf ehf. kynnti sérfræðiráðgjöf Tröppu inn í Grunnskóla Fjallabyggðar. Sérfræðiráðgjöfin hefur staðið yfir í rúmt ár. Stefnt er að áframhaldandi sérfræðiráðgjöf á árunum 2020-2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla fundar 82. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020

Málsnúmer 2002005FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Lagður fram samstarfssamningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra að ganga frá málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar verkefnisáætlun fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Lagður fram samningur um þjónustu félagsráðgjafa. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um atvinnumál fatlaðs fólks. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 19. febrúar 2020 Lögð fram til kynningar gæðaviðmið fyrir þjónustu við fatlað fólk, frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Viðmiðin taka til þeirrar stuðnings- og stoðþjónustu sem fatlað fólk fær samkvæmt lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83

Málsnúmer 2003004FVakta málsnúmer

  • 8.1 2002030 Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020 lagðar fram til kynningar og umræðu. Um er að ræða endurbættar eldri innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.2 2002038 Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Menntamálastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik- grunn- og framhaldsskóla. Leiðbeiningarnar, sem gerðar eru í kjölfar laga um eitt leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum, eru lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.3 2001030 Reglur um umsóknir og innritun í Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Lögð fram drög að nýjum reglum um umsóknir, innritun og skólavist í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar lagðar fram til kynningar og umræðu. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.4 2003019 Umsókn um afnot af sundlaug eða líkamsrækt í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, ferli og eyðublað.
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar. Frekari umræðu og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.5 2003023 Viðbragðsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar við heimsfaraldri 2020
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Lögð voru fram til kynningar drög að Viðbragðsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar vegna heimsfaraldurs. Viðbragðsáætlunin verður birt á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar á næstu dögum.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • 8.6 2003024 Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 9. mars 2020 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
    Lögð voru fram til kynningar drög að Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar. Í henni er kafli um smitsjúkdóma sem ná almannavarnarstigi og eru þar almennar leiðbeiningar m.a. um neyðarstig. Viðbragðsáætlunin verður birt á heimasíðu Leikskóla Fjallabyggðar á næstu dögum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla fundar 83. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

9.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020

Málsnúmer 2002006FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020 Ungmennaráð UMFÍ stendur í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. - 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?
    Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
    Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, gefa einstaklingum verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif í sínu nær samfélagi.
    Stefnt er að því að fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar fari á ráðstefnuna.
    Skráning stendur til 20. mars 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25.fundar Ungmennaráð Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020 Dagana 10. - 11. febrúar 2020 var haldið málþing á Húsavík undir yfirskriftinni Ungt fólk og Eyþing 2020. Þar mættu fulltrúar ungmenna aðildarsveitarfélaga Eyþings. Fulltrúar Fjallabyggðar komust ekki vegna veðurs og lokunar í Ólafsfjarðarmúla. Umfjöllunarefni málþingsins var Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna en auk þess fengu ungmennin kynningu á Eyþing, fóru í sjóböðin og ýmislegt fleira var gert. Unnið var í fjórum hópum og gerðu hóparnir tillögu að næsta viðburði Ungs fólks og Eyþings. Niðurstaðan var að halda Landsmót ungmenna í SSNE sem yrði haldið á vordögum. Þangað mun Fjallabyggð senda fulltrúa sína. Bókun fundar Afgreiðsla 25.fundar Ungmennaráð Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020

Málsnúmer 2002007FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum Fjallabyggðar og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Lagt fram vinnuskjal tæknideildar þar sem greind eru þau svæði sem nefndin lagði til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 30 km á klst. Tæknideild falið að taka saman kostnað við þær framkvæmdir sem lagðar eru til í samantektinni. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, Nanna Árnadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Nefndin þakkar erindið og fellur lóðarúthlutun úr gildi. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Erindi samþykkt. Bókun fundar Undir þessum lið vék Helgi Jóhannsson af fundi.

    Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 251. fundur - 26. febrúar 2020 Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

11.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020

Málsnúmer 2003001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir fyrstu drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020 Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð geti fengið leigt listaverk úr Listaverkasafni Fjallabyggðar til ákveðins tíma. Nefndin samþykkir drög að útlánareglum sem tekur m.a. til ábyrgðar lántaka og kostnaðar við útlán. Útlánareglum vísað til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði. Bókun fundar Afgreiðsla fundar 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020 Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem unnið var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Kominn er tími á að uppfæra viðkomandi lista og hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir því við Fjallabyggð að senda nýjan lista yfir fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefni á sínu svæði til næstu 2 ára. Í ljósi þessa hefur Fjallabyggð ákveðið að boða til fundar með öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð. Hugmyndin er að rýna svæðið, finna hvar þörfin er brýnust og búa til verkefni sem erindi eiga inn í Áfangastaðaáætlun Norðurlands og Uppbyggingasjóð ferðamannastaða. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg 19. mars 2020 kl. 17:00 og er hann opinn öllum sem láta sér málefnið varða. Bókun fundar Afgreiðsla fundar 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum

12.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2003022Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs Helga Helgadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
„Meirihluti D-lista og I-lista leggur til að Elías Pétursson verði ráðinn sem nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar“.

Til máls tók Helgi Jóhannsson og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd H - lista :
Hér leggur meirihluti Betri Fjallabyggðar og Sjálfstæðisflokksins fram ráðningarsamning nýs bæjarstjóra.
H-listinn vill óska væntanlegum bæjarstjóra til hamingju með starfið og vonast eftir góðu samstarfi við hann.
H-listinn gerir hins vegar athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að ráðningunni. Þegar gerður var starfslokasamningur við fyrrverandi bæjarstjóra í lok nóvember s.l. upplýsti meirihlutinn að starfið yrði auglýst. Ekkert var að frétta svo vikum skipti og meirihlutinn taldi enga ástæðu til að upplýsa minnihlutann um stöðuna allan tímann. Oddvita H-listans var síðan gert viðvart þann 26. febrúar að búið væri að ráða bæjarstjóra, en trúnaður væri yfir ráðningunni. Ráðningin yrði tilkynnt formlega föstudaginn 28. febrúar. Það fór svo að fréttamiðlar voru á undan sveitarfélaginu Fjallabyggð að tilkynna um ráðninguna. Fram kom í tilkynningu frá sveitarfélaginu að nýr bæjarstjóri myndi hefja störf þann 9. mars og það stóðst, hann var mættur og búið að uppfæra m.a. heimasíðu sveitarfélagsins og fundagátt. Einnig situr hann 643. fund bæjarráðs þann 10. mars s.l. eins og kemur fram í þeirri fundagerð, sem bæjarstjóri.
H-listinn telur að ekki hafi verið farið eftir 47. gr. samþykktum Fjallabyggðar og 54. gr sveitarstjórnarlaga. Þar kemur skýrt fram að það er bæjarstjórn sem ræður bæjarstjóra og því telur H-listinn það ófært að fyrsti starfsdagur nýs bæjarstjóra sé þremur dögum áður er formleg ráðning, staðfest af bæjarstjórn, liggur fyrir.

H-listinn mun sitja hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningasamning bæjarstjóra, Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helgi Jóhannsson.

H - listi vill þakka fráfarandi bæjarstjóra Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur fyrir vel unnin störf í þann tíma sem hún hefur sinnt starfinu.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Elías Pétursson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.

Meirihluti bæjarstjórnar vísar því á bug að hafa gefið út að auglýst yrði eftir bæjarstjóra. Haft var eftir forseta bæjarstjórnar á Eyjunni 29. nóvember 2019 að öllum líkindum yrði auglýst en að það hafi ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá.
Á síðari stigum tók meirihlutinn ákvörðun um að auglýsa stöðuna ekki á þeim forsendum að staða bæjarstjóra er skv. sveitarstjórnarlögum trúnaðarstaða gagnvart meirihluta bæjarstjórnar.
Rétt er að Elías Pétursson mætti til vinnu 9. mars en hefur ekki formlega hafið störf sem bæjarstjóri fyrr en nú eftir þennan bæjarstjórnarfund þar sem settur bæjarstjóri, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir lætur af störfum eftir þennan fund. Meirihlutinn undrast bókun minnihlutans og það að minnihlutinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að raunveruleg færsla á valdi á sér stað á þessum bæjarstjórnarfundi.
Meirihluti bæjarstjórnar þakkar Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir sitja hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir ráðningarsamninginn með 5 atkvæðum og felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar. Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir sitja hjá við afgreiðsluna.

Forseti bæjarstjórar lagði einnig fram tillögu um prófkúruumboð til bæjarstjóra. Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

a)
Breyting á nefndaskipan hjá I - lista.

-
Í Fræðslu- og frístundanefnd verður Jón Garðar Steingrímsson varamaður í stað Sævars Eyjólfssonar.
-
Í Hafnarstjórn verður Nanna Árnadóttir aðalmaður í stað Hrafnhildar Ýrar Denke.
-
Í Félagsmálanefnd verður Ólína Ýr Jóakimsdóttir formaður í stað Hrafnhildar Ýrar Denke og Konráð Baldvinsson aðalmaður í stað Friðfinns Haukssonar, Sæbjörg Ágústsdóttir verður varamaður í stað Ólínu Ýrar Jóakimsdóttur.
-
Í Skipulags- og umhverfisnefnd verður Hólmar Hákon Óðinsson varamaður í stað Sævars Eyjólfssonar.
-
Í stjórn Þjóðlagaseturs verður Guðrún Linda Rafnsdóttir Norðfjörð aðalmaður í stað Hrafnhildar Ýrar Denke og Konráð Baldvinsson varamaður.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

b)
-
Samþykkt var að tilnefna Elías Pétursson í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar (ALMEY), í Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga(TÁT) sem varamaður, á Aðalfund SSNE sem aðalmaður, í Fulltrúaráð SSNE sem aðalmaður, í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, í stjórn Fjallasala ses, í stjórn Leyningsáss sen aðalmaður, í stað Gunnars Inga Birgissonar.
-
Í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands verður Elías Pétursson aðalmaður í stað Helgu Helgadóttur.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.