Bæjarráð Fjallabyggðar

640. fundur 18. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög af bréfi við svari frá Rarik frá 28. janúar sl.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið.

2.Samningur við Skógræktarfélag Ólafsfjarðar

Málsnúmer 1905014Vakta málsnúmer

Á 622. fundi bæjarráðs frestaði ráðið afgreiðslu málsins.
Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð um uppgræðslu landgræðsluskógs norðan Brimnesár að Hlíð ásamt samningi við Skógræktarfélag Íslands og uppfærðum hnitsettum uppdrætti tæknideildar þar sem tekið er tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu sem skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að yrði fylgiskjal samnings.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

3.Trúnaðarmál - Starfsmannamál

Málsnúmer 2001059Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Gatnagerðargjöld að Bakkabyggð Ólafsfirði

Málsnúmer 2001078Vakta málsnúmer

Erindi frestað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Markaðsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Markaðsstefnu Fjallabyggðar, dags. 30.01.2020 en á 61. fundi Markaðs-og menningarnefndar vísaði nefndin drögum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

Bæjarráð þakkar vinnuhópi um Markaðsstefnu Fjallabyggðar fyrir störf sín.

6.Laugarvegur 37 - íbúð 101

Málsnúmer 1910107Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað kauptilboð vegna íbúðar 101 að Laugarvegi 37, dags. 10.febrúar 2020.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram.

7.Útivistarbraut og plan fyrir bíla

Málsnúmer 2002032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð verði Skógræktarfélaginu innanhandar með að skipuleggja bílaplan og útivistarbrautar fyrir ofan Ólafsfjörð sem mun liggja um svæði skógræktarinnar. Skógræktarfélagið og Skíðafélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér samning um að tengja gönguskíðabraut við útivistarbrautina. Sótt hefur verið um styrki til Eyþings og í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

Einnig er óskað eftir styrk frá Fjallabyggð sambærilegum og þeim sem Skógræktarfélag Siglufjarðar fær.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

8.Jafnréttisþing 2020

Málsnúmer 2002033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.02.2020 þar sem fram kemur að Jafnréttisþing 2020, Jafnrétti í breyttum heimi verður haldið í Hörpu 20.02.2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsþjónustu og félagsmálanefndar.

9.Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.02.2020 þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Í þessu skyni eru lagðar til breytingar á eftirtöldum fjórum lagabálkum: Lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966, þinglýsingalögum nr. 39/1978, lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og jarðalögum nr. 81/2004.

10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 1909083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 12.02.2020 þar sem vakin er athygli á að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.

11.Aukaaðalfundur - Greið leið ehf

Málsnúmer 2002044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Greiðrar leiðar dags. 17. febrúar 2020 þar sem fram kemur að aukaaðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 2020 í fundarsal KEA, Akureyri og hefst kl. 11:00.

12.Til umsagnar 119.mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 2002035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 12.02.2020 vegna umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

13.Fundagerðir ALMEY

Málsnúmer 2002029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar (ALMEY) frá 06.02.2020 ásamt drögum að samstarfssamningi um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 81. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 17.02.2020.

Fundi slitið - kl. 09:45.