Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

81. fundur 17. febrúar 2020 kl. 16:30 - 17:50 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Opnun íþróttamiðstöðva páskar 2020

Málsnúmer 2001108Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Hann lagði fram tillögu að opnun íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um páska 2020. Opnunin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu að páskaopnun fyrir sitt leyti.

2.Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar 2019 - aðsóknartölur

Málsnúmer 2002034Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Hann fór yfir aðsókn í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar árið 2019. Samkvæmt aðsóknarkerfi íþróttamiðstöðvarinnar var gestafjöldi á Siglufirði 38.592 manns og í Ólafsfirði 38.585 manns

3.Leikskóli Fjallabyggðar - starfsemi og mönnun

Málsnúmer 2001097Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfmanna sátu undir þessum lið. Nú eru 118 nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar og stefnir í að fjöldi þeirra verði 124 í vor. Við skólann starfa 38 starfsmenn í 35 stöðugildum. Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri er í námsleyfi á vorönn. Guðný Huld Árnadóttir leysir 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikskálum á meðan og Þuríður Guðbjörnsdóttir leysir af 50% aðstoðarleikskólastjórastöðu á Leikhólum. Skólastjóri hefur viðveru á báðum starfsstöðvum eins og kostur er.

4.Lóð Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólar

Málsnúmer 2001100Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum lið.
Forhönnun af endurnýjun skólalóðar Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við skólalóð Leikhóla sumarið 2020. Þegar þessum áfanga lýkur hafa allar skólalóðir við Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar verið endurnýjaðar.
Teikningar verða hengdar upp á deildum Leikhóla og lagðar fram til kynningar á fundi foreldraráðs Leikskóla Fjallabyggðar.

5.Ályktun sem samþykkt var á sameiginlegum fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla.

Málsnúmer 1912050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Lykiltölur um skólahald 2018 eftir sveitarfélögum

Málsnúmer 2001046Vakta málsnúmer

Lykiltölur um skólahald 2018 eftir sveitarfélögum lagðar fram til kynningar. Um er að ræða samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á helstu lykiltölum um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum vegna rekstrarársins 2018. Gögnin eru fengin frá Hagstofu Íslands og úr ársreikningum sveitarfélaga og sundurliðunum.

7.Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum - endurútgáfa

Málsnúmer 2001077Vakta málsnúmer

Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum hefur verið endurútgefin. Handbókin lögð fram til kynningar.

8.Evrópusáttmáli um æskulýðsstarf

Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.