Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

62. fundur 04. mars 2020 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jón Kort Ólafsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir fyrstu drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu fundarins.

2.Söfnunar- og útlánareglur Listasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1908062Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð geti fengið leigt listaverk úr Listaverkasafni Fjallabyggðar til ákveðins tíma. Nefndin samþykkir drög að útlánareglum sem tekur m.a. til ábyrgðar lántaka og kostnaðar við útlán. Útlánareglum vísað til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði.

3.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2020

Málsnúmer 2003002Vakta málsnúmer

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem unnið var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Kominn er tími á að uppfæra viðkomandi lista og hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir því við Fjallabyggð að senda nýjan lista yfir fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefni á sínu svæði til næstu 2 ára. Í ljósi þessa hefur Fjallabyggð ákveðið að boða til fundar með öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð. Hugmyndin er að rýna svæðið, finna hvar þörfin er brýnust og búa til verkefni sem erindi eiga inn í Áfangastaðaáætlun Norðurlands og Uppbyggingasjóð ferðamannastaða. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg 19. mars 2020 kl. 17:00 og er hann opinn öllum sem láta sér málefnið varða.

Fundi slitið - kl. 18:30.