Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020

Málsnúmer 2002006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 182. fundur - 12.03.2020

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020 Ungmennaráð UMFÍ stendur í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. - 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif?
    Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
    Á viðburðinum er lögð áhersla á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi, gefa einstaklingum verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif í sínu nær samfélagi.
    Stefnt er að því að fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar fari á ráðstefnuna.
    Skráning stendur til 20. mars 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 25.fundar Ungmennaráð Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 25. fundur - 24. febrúar 2020 Dagana 10. - 11. febrúar 2020 var haldið málþing á Húsavík undir yfirskriftinni Ungt fólk og Eyþing 2020. Þar mættu fulltrúar ungmenna aðildarsveitarfélaga Eyþings. Fulltrúar Fjallabyggðar komust ekki vegna veðurs og lokunar í Ólafsfjarðarmúla. Umfjöllunarefni málþingsins var Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna en auk þess fengu ungmennin kynningu á Eyþing, fóru í sjóböðin og ýmislegt fleira var gert. Unnið var í fjórum hópum og gerðu hóparnir tillögu að næsta viðburði Ungs fólks og Eyþings. Niðurstaðan var að halda Landsmót ungmenna í SSNE sem yrði haldið á vordögum. Þangað mun Fjallabyggð senda fulltrúa sína. Bókun fundar Afgreiðsla 25.fundar Ungmennaráð Fjallabyggðar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum