Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020

Málsnúmer 2002010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 182. fundur - 12.03.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Á 624. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir því að bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar tækju upp viðræður við Vegagerðina um að flytja grindarhlið neðan Hornbrekku, Ólafsfirði að afleggjara að Hlíð í framhaldi af erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 04.10.2019.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að Vegagerðin hefur samþykkt að færa grindarhlið neðan Hornbrekku að afleggjara upp að Hlíð í sumarið 2020.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.02.2020 er varðar samantekt eftir fund með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar þann 26.02.2020.
    Eftirtalin málefni voru rædd:

    Yfirlagnir á þjóðvegi í þéttbýli.
    Fjallabyggð ítrekar fyrri áskoranir um að klára yfirlögn á þjóðveginum í gegnum þéttbýlin. Vegagerðin er ekki komin með áætlun þar sem fjármagn fyrir árið 2020 liggur ekki fyrir. Vegagerðin gerir þó ráð fyrir að leggja á Hvanneyrarbraut frá gatnamótum við Túngötu og til norðurs út fyrir nyrstu blokkina, ca. 400 metra. Fjallabyggð áætlar að fara í endurnýjun fráveitulagna í Hvanneyrarbraut framan við sundlaugina á Siglufirði og verður því að hafa samráð við Vegagerðina vegna þessa.

    Götulýsing.
    Götulýsing á þjóðvegi í þéttbýli hefur verið mjög bágborin í vetur og kvörtunum hefur rignt inn til Fjallabyggðar. Vegagerðin ætlar að gera samkomulag við verktaka sem mun sjá um viðhald á götulýsingu við þjóðveg í þéttbýli.

    Miðbæjarskipulag Siglufirði.
    Búið er að forhanna allar götur en hönnun verður ekki kláruð fyrr en fjármögnun liggur fyrir. Hlutur Vegagerðarinnar er áætlaður 60 milljónir.

    Saurbæjarás.
    Fjallabyggð ítrekar ósk sína um að fá vindmæli á gangnamunnann í Skútudal. Vegagerðin ætlar að þrýsta á að þetta verði gert.
    Á fundi 29.01.2019 var bókað að málið væri komið á skrið og yrði klárað um sumarið. Einhverra hluta vegna hefur það ekki gengið eftir.

    Grindarhlið við Hornbrekku.
    Fjallabyggð óskar eftir að grindarhlið við Hornbrekku verði fært til suðurs að afleggjara að Hlíð. Fjallabyggð mun svo sjá um að girða til og frá hliðinu. Vegagerðin samþykkir að láta framkvæma þetta í sumar

    Stokkur undir Hvanneyrarbraut.
    Fjallabyggð áætlar að byggja við sundlaugina á Siglufirði og mun viðbyggingin liggja ofan á stokknum sem Hvanneyrará liggur í undir Hvanneyrarbraut og til sjávar. Fara þarf í lagfæringar á stokknum þar sem hann liggur undir Hvanneyrarbraut. Vegagerðin ætlar að athuga með að steypa botn í stokkinn undir Hvanneyrarbraut.

    Ólafsfjarðarmúli.
    Fjallabyggð fékk ábendingu um að ekki hafi verið mokað úr snjóflóðaskápum í Ólafsfjarðarmúla. Er í mokstursplani hjá Vegagerðinni að tæma þá þegar þeir eru fullir.

    Umferðar- og vindmælar á Siglufjarðarvegi.
    Mælarnir hafa verið bilaðir í nokkra daga. Vegagerðin er að vinna að viðgerð en varahlutir sem sendir voru skemmdust í flutningi og er beðið eftir nýjum pörtum. Verður lagað við fyrsta tækifæri.

    Breytingar á hámarkshraða á þjóðvegi í þéttbýli.
    Fjallabyggð vinnur að breytingum á hámarkshraða í sveitarfélaginu. Vegagerðin bendir á að Fjallabyggð ákveður hvaða hraði verður en Vegagerðin veitir umsögn vegna þessa. Vegagerðin sér um að breyta stillingu á blikkskiltum við innkomu í bæina vegna þessara breytinga.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja málum eftir.


    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020 varðandi varaafl í stofnunum sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 600.000 vegna varaafls í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði og í búsetukjarna að Lindargötu 2, Siglufirði og vísar í viðauka nr. 5/2020 við deild 31250, lykill 4965 og deild 31530, lykil 4965, kr. 300.000 á hvorn lykil, sem mætt er með lækkun á handbæru fé.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmála að hefja viðræður við forstjóra HSN vegna þátttöku og útfærslu á varaafli í Hornbrekku Ólafsfirði.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18.02.2020 er varðar mál nr. 32/2020 reglugerð um héraðsskjalasöfn sem er í umsagnarferli á samráðsgátt til og með 13.03.2020.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála og forstöðukonu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF á Íslandi, dags. 30.01.2020 þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í verkefninu barnvæn samfélög sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013.

    Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa hafið innleiðingu þess við góðan orðstír. Með samstarfi við Félags- og barnamálaráðherra mun öllum sveitarfélögum standa til boða að taka þátt í verkefninu á næstu árum. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu barnvænna sveitarfélaga: http://barnvaensveitarfelog.is/

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð eru fram lokadrög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar. Áætlunin er unnin skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra félagsþjónustu að vinna málið áfram.

    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.02.2020 er varðar umsögn um frv. um br. á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.02.2020 þar sem vakin er athygli á að Sambandið hefur ákveðið að standa fyrir námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn í tengslum við að Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu sem felur í sér áform um sameiningar sveitarfélaga.
    Hliðstætt verkefni stóð yfir í Noregi frá 2014 til 1. janúar 2020 þegar allar sameiningar áttu að vera í höfn. Þann dag hafði norskum sveitarfélögum fækkað úr 428 í 356, sjá https://www.regjeringen.no/no/tema/kommuner-og-regioner/kommunereform/kommunereform/id2548377/ Skrifstofa norska sveitarfélagasambandsins í Bergen mun taka á móti hópnum 31. ágúst og veita almennar upplýsingar um norska sameiningarverkefnið og sameiningarsveitarfélög verða heimsótt 31. ágúst og 1. september en flestar norsku sameiningarnar áttu sér stað á þessu svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.02.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27.02.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.02.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .12 1909068 Minningagarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Tré lífsins, dags. 28.02.2020 þar sem fram kemur að óskað hafi verið eftir við bæjarráð að fá að vita hvort áhugi væri fyrir að opna Minningargarða í sveitarfélaginu og hvort afstaða bæjarráðs væri jákvæð eða neikvæð óháð því hvort verkefnið er á fjárhagsáætlun eða ekki. Þar sem að verkefnið er enn í þróun er ekki ljóst hvort eða hve mikla fjárhagslega ábyrgð bæjarfélagið myndi bera af opnun eða rekstri garðanna, slíkt yrði samningsatriði á síðari stigum.
    Á 641. fund bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða, frá þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.
    Bæjarráð ítrekar svar sitt frá 641. fundi og tekur ekki afstöðu, jákvæða eða neikvæða á þessari stundu þar sem verkefnið er enn í þróun og ekki liggur fyrir fjárhagsleg ábyrgð sveitarfélagsins á opnun eða rekstri slíks garðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar SSNE frá 21.02.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 642. fundur - 3. mars 2020 Lagðar fram til kynningar.
    Fundargerð 251. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 26.02.2020.
    Fundargerð 81. fundar Fræðslu- og frístundanefndar frá 17. 02.2020.
    Fundargerð 25. fundar Ungmennaráðs frá 24.02.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 642. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum