Hafnarstjórn Fjallabyggðar

110. fundur 27. nóvember 2019 kl. 12:00 - 13:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Rekstraryfirlit - 2019

Málsnúmer 1908013Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit tímabilsins 1.1.19 - 25.11.19 fyrir Fjallabyggðarhafnir. Rekstrarhorfur eru góðar fyrir árið 2019.

2.Aflatölur 2019

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 26. nóvember 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018. 2019 Siglufjörður 26656 tonn í 1836 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 376 tonn í 356 löndunum. 2018 Siglufjörður 22379 tonn í 1764 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 467 tonn í 447 löndunum.

3.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

4.Ljós á baujur við Hafnarbryggju

Málsnúmer 1909062Vakta málsnúmer

Vísað er til erindis Ramma hf frá 20.09.19 varðandi ljósabaujur í innsiglingu á Siglufirði.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur frá Vegagerðinni og reiknað er með að ljósabaujurnar (3 stk) verði komnar í gagnið í desember 2019. Framkvæmdin er styrkhæf.

5.Framkvæmdir og viðhald á mannvirkjum Fjallabyggðarhafna 2019 - 2020

Málsnúmer 1909051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðhaldsáætlun fyrir árið 2020.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða viðhaldsáætlun.

6.Sorphirða á hafnarsvæðum

Málsnúmer 1911006Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur áherslu á að sorpgámar á gámasvæðum verði læstir og vill undirstrika að sorpgámar á hafnarsvæði eru fyrir skip sem greiða fyrir losun í þá.

7.Lausn frá störfum

Málsnúmer 1911017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jónasi Sumarliðasyni þar sem hann segir upp störfum og reiknar með að hætta 1. mars 2020.
Hafnarstjóra falið að ganga frá starfslokum Jónasar.

8.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1908012Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

9.Endurskoðun gjaldtökukafla hafnalaga vegna fiskeldis.

Málsnúmer 1911068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

10.Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi.

Málsnúmer 1911067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Siglingaráðs

Málsnúmer 1904065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:10.