Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019

Málsnúmer 1911016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 179. fundur - 13.12.2019

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Eftirfarandi fyrirspurn hefur borist markaðs- og menningarnefnd frá Gunnari Smára Helgasyni f.h. lesanda trolla.is:

  "Hæhæ, mig langar að vita hvort menningarnefndin gæti tekið það til umhugsunar fyrir næsta ár að hér sé kveikt á jólatrénu á Siglufirði á laugardegi en ekki sunnudegi eins og síðasliðin ár. Einnig væri hægt að hafa einhvern annan dag en sunnudag. Það er ekkert um að vera hér á sunnudögum til að trekkja fólk að jólatrénu og við erum alltaf á eftir Ólafsfirðingum sem gera mikið úr deginum með sölubásunum sínum sem mér finnst alveg vera frábært hjá þeim en við gætum búið til lengri fimmtudag t.d. eða haft þetta á laugardegi þegar búðir eru opnar."

  Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrirspurnina og bendir á að undanfarin ár hefur verið misjafnt á hvaða degi kveikt er á jólatrénu á Siglufirði. Nefndin telur mikilvægt að kveikt sé á jólatrénu um helgi og í síðasta lagi kl. 16:00. Í ár var horft til þess að vera með athöfnina í framhaldi af hátíðarkirkjuskóla barnanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Málinu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Drög að söfnunar- og útlánareglum fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar lögð fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að halda áfram vinnu við gerð reglna í samræmi við umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2020 en frestur til að skila inn tilnefningum rann út 24. október sl. Nefndin þakkar íbúum fyrir tilnefningar en nokkrar bárust. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg 23. janúar 2020. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Elías Þorvaldsson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2020.

  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  Bæjarstjórn óskar Elíasi Þorvaldssyni til hamingju með útnefninguna bæjarlistarmaður Fjallabyggðar 2020.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 5. desember 2019 Gildandi menningarstefna Fjallabyggðar er útgefin árið 2009. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að farið verði í endurgerð stefnunnar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með hugmynd að næstu skrefum í vinnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 179. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.