Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

249. fundur 04. desember 2019 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Brynja Hafsteinsdóttir vék af fundi eftir 7.lið.

1.Deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1908032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði dagsett 12. nóvember 2019, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 28. nóvember sl.
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um stækkun lóðar við Hólaveg 27 Siglufirði

Málsnúmer 1909024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. október 2019 þar sem húseigendur að Hólavegi 27 óska eftir stækkun lóðar til norðurs að lóðarmörkum Hólavegar nr. 31. Einnig lagt fram erindi húseiganda Hólavegar 31 dagsett 28. október 2019 þar sem fram kemur að eigandi hafi lagt til kostnað og vinnu við lagfæringu á bakka og bílastæði á óúthlutuðu landi sem um ræðir, í samráði við þáverandi bæjartæknifræðing og óskar jafnframt eftir að sá hluti lóðar verði hluti af nýjum lóðarleigusamningi fyrir Hólaveg 31.
Nefndin hafnar umsókn húseigenda að Hólavegi 27. Nefndin samþykkir að gengið verði frá nýjum lóðarleigusamning við húseiganda að Hólavegi 31 og lóðarmörk stækkuð til suðurs að lóðarmörkum Hólavegar 27 í samræmi við samkomulag sem húseigendur að Hólavegi 31 gerðu við bæjaryfirvöld árið 2006.

3.Aðalgata 9 Siglufirði - breytt notkun húsnæðis

Málsnúmer 1911042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 15. nóvember 2019 þar sem Kristófer Þór Jóhannsson óskar eftir breyttri notkun neðri hæðar Aðalgötu 9 úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði en þar er nú til húsa hárgreiðslustofa.
Erindi samþykkt.

4.Túngata 28 Siglufirði - endurnýjun lóðarleigusamnings

Málsnúmer 1911030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 12. nóvember 2019 þar sem Guðmundur Skarphéðinsson sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning vegna Túngötu 28 en núverandi samningur var gefinn út árið 1940 til 50 ára. Einnig lögð fram drög að lóðarblaði dagsett 27. nóvember 2019, sem verður fylgiskjal nýs lóðarleigusamnings.
Erindi samþykkt.

5.Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Tæknideild falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarinnar fyrir næsta fund.

6.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - skipulagslýsing

Málsnúmer 1911041Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna Aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035.
Nefndin gerir engar athugasemdir við framlagða lýsingu.

7.Eftirfylgni mála skipulags- og umhverfisnefndar

Málsnúmer 1911003Vakta málsnúmer

Umræða um hvernig best væri að halda utan um mál í vinnslu hjá nefndinni.
Tæknideild falin úrvinnsla málsins.

8.Kerfisáætlun 2020-2029

Málsnúmer 1911066Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti hf. dags. 22. nóvember 2019 varðandi undirbúning við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2020-2029. Landsnet kynnir þar verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar og vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að koma með athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 23. desember 2019. Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is merkt "matslýsing".
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnis og matslýsingu kerfisáætlunar 2020-2029 og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

9.Klippikort fyrir gámasvæði Fjallabyggðar

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lagður fram kynningarbæklingur vegna klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar sem tekin verða í notkun í byrjun árs 2020.

10.Styrkir til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla

Málsnúmer 1908027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jakobi Björnssyni f.h. Orkusjóðs dagsettur 15. nóvember 2019, þar sem fram kemur að umsókn Fjallabyggðar um styrk til uppsetningar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla hefði ekki verið samþykkt að þessu sinni.

11.Upplýsingabæklingur Umhverfisstofnunar fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 1911040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar upplýsingarit frá Umhverfisstofnun sem ætlað er sem handbók fyrir sveitarfélög vegna leyfisveitinga, sérstakrar verndar, umsagna, friðlýsingar, aksturs utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013.

Fundi slitið - kl. 18:00.