Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

79. fundur 04. desember 2019 kl. 16:30 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Gauti Már Rúnarsson boðaði forföll. Tómas Atli Einarsson sat fundinn í hans stað.

1.Fyrirspurn varðandi flot í sundlaugum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1910001Vakta málsnúmer

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Lagt var fyrir annað erindi Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir að leigja tíma í sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot og flotþerapíu og leggur fram nokkrar hugmyndir að framkvæmd. Fræðslu- og frístundanefnd hafnar erindi Önnu Huldu um hitun sundlaugar á Siglufirði vegna þeirrar skerðingar sem hitun laugarinnar hefur í för með sér fyrir aðra notendur laugarinnar. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að ræða við Önnu Huldu um nýtingu hitaðrar lendingarlaugar á Ólafsfirði fyrir samflot og flotþerapíu.

2.Námsferð starfsmanna Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1911070Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir þessum lið.
Leikskólastjóri lagði fram ósk um breytingu á skóladagatali leikskólans á þann veg að eftir hádegi þriðjudagsins 19. maí verði leikskóli lokaður vegna námsskeiðs/námsferðar starfsfólks. Á skóladagatali er gert ráð fyrir starfsdögum á leikskólanum 20. og 22. maí vegna námsferðar en vegna óhagstæðrar flugáætlunar er nauðsynlegt að hefja ferðalag á hádegi 19. maí. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir ósk leikskólastjóra fyrir sitt leyti.

3.Samræmd könnunarpróf í 4.-7.bekk haust 2019

Málsnúmer 1911063Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk haustið 2019. Af fjórum prófum eru niðurstöður þriggja yfir meðaltali á landsvísu.

4.Grunnskóli Fjallabyggðar, Niðurstaða nemendakönnunar Skólapúls haust 2019

Málsnúmer 1911064Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls frá október 2019. Mun fleiri jákvæðar vísbendingar eru í niðurstöðum nú en í síðustu mælingu.

5.Sérfræðiaðstoð Tröppu. Stöðuskýrslur.

Málsnúmer 1907040Vakta málsnúmer

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sat undir þessum lið.
Stöðuskýrsla frá Tröppu ráðgjöf ehf. lögð fram til kynningar. Vinna Tröppu við ráðgjöf í Grunnskóla Fjallabyggðar gengur vel og er á áætlun. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að fulltrúi Tröppu ehf. komi með kynningu á vinnunni og stöðu hennar í janúar.

6.Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn, gæðaviðmið.

Málsnúmer 1911061Vakta málsnúmer

Skýrsla starfshóps Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um tillögu að gæðaviðmiðum fyrir starf frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn lögð fram til kynningar. Fjallabyggð hefur verið boðin þátttaka á kynningarfundi hjá Akureyrarbæ í janúar og munu deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar sækja fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:30.