Bæjarstjórn Fjallabyggðar

167. fundur 15. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:40 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018

Málsnúmer 1810008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram drög að svarbréfi bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs þar sem bæjarráð fer fram á að Ofanflóðanefnd endurskoði ákvörðun sína, sem fram kom í bréfi nefndarinnar dags. 24.09.2018 þess efnis að framkvæmdir við 4. og síðasta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði eigi ekki að hefjast fyrr en 2021 og ljúki á árinu 2023.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda bréfið til Ofanflóðasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 12. 10 2018 vegna svars við vefkönnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna stöðu fasteignamarkaðar á landinu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir því við markaðs- og menningarfulltrúa að gerð verði frétt um niðurstöðu könnunarinnar á vef sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Tilboð í ræstingu í Leikhólum voru opnuð 28.09.2018.

    Alls bárust þrjú tilboð frá:
    Georgios Grammatikas kr. 9.514.613
    Guðrúnu B. Brynjólfsdóttur kr. 15.058.920
    Minný ehf kr. 12.833.463

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram drög að verksamningi við Glaum ehf. vegna ræstingar á skólahúsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Aðalgötu 27. Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda og menningarmála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Að beiðni bæjarráðs hefur forstöðumaður íþróttamannvirkja leitað tilboða í skipitveggi í íþróttahús Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði með það fyrir augum að auka nýtingu í íþróttasölum húsanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Vistorku ehf. dags. 17.10.2018 þar sem boðað er til stefnumótunarfundar um mótun félagsins til framtíðar, miðvikudaginn 24. 10.2018 kl. 16-19. Er þar með verið að fylgja eftir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 18.09.2018 þar sem ákveðið var að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf til þess að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfssemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.

    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram erindi Verkfræðingafélags Íslands dags. 17.10.2018 þar sem fram kemur að félagið stendur fyrir alþjóðlegri ofanflóðaráðstefnu á Siglufirði dagana 3-5. apríl 2019. Félagið óskar eftir því að Fjallabyggð styrki ráðstefnuna í formi móttöku sem færi fram 2. apríl 2019.

    Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála frekari úrvinnslu málsins og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram erindi frá Stjórn Eyþings dags. 16.10.2018 þar sem óskað er eftir aukaframlagi vegna ráðningar framkvæmdastjóra Eyþings í afleysingu til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Hlutur Fjallabyggðar vegna ráðningarinnar er áætlaður 613.070 kr.

    Bæjarráð samþykkir að greiða sinn hlut í launum vegna ráðningar framkvæmdastjóra Eyþings í afleysingar. Upphæðinni kr. 613.070 er vísað í viðauka nr. 15/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé á lið 05810-9621.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram til umsagnar tillaga umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172, mál.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram til umsagnar tillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um dag nýrra kjósenda, 27. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 17.október sl. vegna námskeiðs um dreifbýlisskipulag, Rural planning sem fram fer föstudaginn 2. nóvember nk. í Landbúnaðarháskóla Íslands kl. 9:00-17:25. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram erindi Íbúðarlánasjóðs dags. 18.10.2018 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í greiningu sjóðsins á misvægi stofnkostnaðar íbúða á markaðsverði fasteigna eftir mismunandi landssvæðum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram erindi Leikhópsins Lottu dags. 18.10.2018 þar sem óskað er eftir styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg, gistingar og ferðakostnaðar vegna fyrirhugaðrar leiksýningar leikhópsins á leikritinu Rauðhettu í Tjarnarborg 31. janúar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19.október sl. um umræðu og samráðsfund vegna kjaraviðræðna 2019 sem fram fer í Hofi föstudaginn 26. október kl. 10:00-12:00 og haldin er í samstarfi við Eyþing. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 311. fundar stjórnar Eyþings frá 9. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 577. fundur - 23. október 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar skipulags- og umhverfisnefndar sem haldinn var 17. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 577. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018

Málsnúmer 1810010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Undir þessum lið kom Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og fór yfir nýja reglugerð nr.550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirliti sem tók gildi í maí sl.

    Bæjarráð óskar eftir að fá umsögn um reglugerðina frá stjórn HNV.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1805111 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

    Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.

    Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.

    Tekjumörk eru sem hér segir:


    Flokkur -
    Einstaklingar
    Afsláttur
    1.
    0 - 3.000.000 - 100%
    2.
    3.000.001 - 3.600.000 - 75%
    3.
    3.600.001 - 4.200.000 - 50%
    4.
    4.200.001 - 4.800.000 - 25%
    5.
    4.800.001 - - 0%

    Flokkur -
    Hjón/Sambýlisfólk
    Afsláttur
    1.
    0 - 4.000.000 - 100%
    2.
    4.000.001 - 4.600.000 - 75%
    3.
    4.600.001 - 5.200.000 - 50%
    4.
    5.200.001 - 5.800.000 - 25%
    5.
    5.800.001 - - 0%


    Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.

    Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

    Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.

    Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
    30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
    50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.

    Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2019 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun og umræður á fundi.








    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.

    Særún Hlín Laufeyjardóttir H-lista og Jón Valgeir Baldursson H-lista sitja hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2019.
    Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.

    Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 9. nóvember nk..
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lögð fram drög að verksamningi vegna ræstingar á húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla, Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24. 10.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019.

    Bæjarráð samþykkir að leysa upp stýrihóp sem vinna átti að ferðastefnu Fjallabyggðar og þess í stað verði stofnaður nýr vinnuhópur sem skila á drögum að markaðsstefnu Fjallabyggðar til markaðs- og menningarnefndar eigi síðar en 1. júní 2019. Launakostnaði vegna fundarsetu er vísað til fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24.10.2018 tók nefndin til afgreiðslu erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fh. Trölla.is varðandi samstarf við sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd vísaði 4. lið, er varðar beina útsending frá bæjarstjórnarfundum til bæjarráðs.
    Í erindi Gunnars og Kristínar fh. Trölla.is kemur fram að Trölli.is gæti sent bæjarstjórnarfundi út beint, bæði hljóð og mynd, á vefnum trolli.is, sem einnig væri hægt að hafa á fjallabyggd.is ef óskað yrði eftir, með viðeigandi færslu á fjallabyggd.is. Trölli mundi þá sjá um allan tæknibúnað og vinnu við að senda fundina út.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði við útsendingar bæjarstjórnarfunda á fjárhagsárinu 2019.

    Jón Valgeir Baldursson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Þosteinn Ásgeirsson mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir umsóknum Fjallasala ses, um bæði rekstrar- og fjárfestingastyrki.

    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

    Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson og Þorbjörn Sigurðsson fyrir hönd Framfarafélags Ólafsfjarðar og gerðu grein fyrir umsókn félagsins um fjárstyrk til undirbúnings á fiskeldi í Ólafsfirði.



    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.10.2018 varðandi rekstrarkostnað allra grunnskóla árið 2017. Óskað er eftir því að sveitarfélög fari yfir tölur sinna skóla áður en útreikningar vegna rekstrarkostnaðar á hvern nemanda verður gerður.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.10 1810100 Húsnæðisþing 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lögð fram til kynningar dagskrá húsnæðisþings 2018 sem Velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður standa fyrir og haldið verður þriðjudaginn 30. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 8.10.2018 þar sem kallað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um kynjahlutfall í fastanefndum. Óskað er eftir upplýsingum um kynjahlutfall í hverri nefnd fyrir sig, annars vegar hjá aðalfulltrúum og hins vegar varafulltrúum í viðkomandi nefndum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um kyn formanns nefndar.
    Einnig lögð fram drög að svarbréfi ritara og skjalastjóra vegna umbeðinna upplýsinga.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur ritara og skjalastjóra að senda á Jafnréttisstofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngufélasins, dags. 23.10.2018 þar sem vakin er athygli á því að Samgöngufélagið hefur sent inn á vef Alþingis athugasemdir við tillögu til þingsályktunar að samgönguáætlun 2019-2033. Þar er óskað eftir að gert verði ráð fyrir gerð vega um svonefnda Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði á tímabili áætlunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Samtaka iðnaðarins, dags. 24.10.2018 er varðar Haustráðstefnu um byggingarúrgang sem er samvinnuverkefni milli Fenúr, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00-16.30. Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 22.10.2018 er varðar Heilbrigðisþing sem haldið verður þann 2. nóvember nk. frá klukkan 9 til 16 á Grand hótel, Reykjavík. Markmið þingsins er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um drög að nýrri heilbrigðisstefnu, stefnu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi til ársins 2030. Þingið er öllum opið og eru allir sem láta sig heilbrigðismál varða hvattir til að taka þátt. Skráning fer fram á www.þing.is. Til að tryggja aðgengi allra landsmanna að þinginu verður dagskrá og umræðum streymt á slóðinni www.heilbrigdisthing.is þar sem einnig verður hægt að senda inn spurningar og ábendingar. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 18.10.2018 er varðar greiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í ár verða greiddar út 50 mkr. og er hlutdeild Fjallabyggðar 2,467% eða 1.233.500.- Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún þakkar sveitarfélaginu góðan stuðning og gott samstarf vegna ráðstefnunnar EcoMedia sem fram fór dagana 15. - 19. október 2018 og tókst með miklum ágætum. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem hún óskar eftir aðstoð sveitarfélagsins við að komast á þriðja skref af fimm í grænum ríkisrekstri sem felur í sér hjólavottun og hleðslustöð fyrir rafmangnsbíla.

    Bæjarráð samþykkir að boða skólameistara á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR) dags. 25.10.2018 þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að lokið verði hið fyrsta við að malbika bút sem liggur frá malbikuðum vegi milli skólanna tveggja að móttökueldhúsi Menntaskólans.

    Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags 25.10.2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25.10.2018 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. Mál. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.10.2018 er varðar könnun á stöðu nýsköpunar í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lagt fram til kynningar erindi Velferðarráðuneytisins, dags. 23.10.2018 er varðar Ráðstefnuna Forskot til framtíðar sem haldin verður föstudaginn 2.11.2018 nk. frá kl. 9-14:10 á Hilton Reykjavík Nordica. Til umfjöllunar verður vinnumarkaður framtíðarinnar, með áherslu á möguleg áhrif breyttrar heimsmyndar á náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Ráðstefnan er opin öllum og eru allir sem áhuga hafa á mennta- og vinnumarkaðsmálum framtíðarinnar hvattir til að taka þátt. Ráðstefnan er skipulögð í samstarfi við ASÍ, BHM, BSRB, KKÍ, Landssamtök íslenskra stúdenta, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Samband íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30. október 2018 Lögð fram til kynningar 47. fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 24.10.2018 Bókun fundar Afgreiðsla 578. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018

Málsnúmer 1810014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Farið yfir styrktarumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa umsóknum til afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa umsóknum til afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Farið yfir styrktarumsóknir

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til áframhaldandi vinnu bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2019.

    Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2019.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

    1.
    1810108 - Malbik vantar á bút við Menntaskólann á Tröllaskaga.
    Bæjarráð vísaði erindi Láru Stefánsdóttur skólastjóra Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 25.október sl. til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 á fundi bæjarráðs þann 30.október sl.
    Bæjarráð hefur samþykkt að setja þennan lið á framkvæmdaráætlun 2019.

    2.
    1810081 - Skiptiveggir í íþróttahús Fjallabyggðar.
    Bæjarráð vísaði erindi vegna skiptiveggja í íþróttahús Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 á fundi bæjarráðs þann 23.október sl.
    Bæjarráð hefur samþykkt að þessi liður verði á framkvæmdaráætlun 2019.

    3.
    1809083 - Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi við Skógræktarfélag Siglufjarðar.
    Skógræktarfélag Siglufjarðar lagði fram erindi dags. 26.september sl. þar sem óskað var eftir að endurnýja samstarfssamning sem rennur út 31.12.2018.

    Bæjarráð samþykkir að hækka styrk til Skógræktarfélags Siglufjarðar úr kr. 300.000 í kr. 400.000. Samningurinn verður til tveggja ára.

    4.
    1808076 - Opnunartími íþróttamiðstöðvar um helgar.
    Á 571. fundi bæjarráðs þann 11. september var tekið fyrir erindi íbúa um lengdan opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar sem 59. fundur fræðslu- og frístundanefndar vísaði til bæjarráðs. Lagt var fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 03.09.2018 um áætlaðan kostnað við lengingu opnunartíma.

    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.


    5.
    1808016 - Málefni vatnsveitu í Ólafsfirði.
    Á 567. fundi bæjarráðs þann 14. ágúst sl. var tekið fyrir bréf Ámunda Gunnarssonar slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar dags. 9. ágúst 2018 ásamt greinargerð Þormóðs Sigurðssonar varaslökkviliðsstjóra varðandi ástand vatnsveitu í Ólafsfirði. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
    Í minnisblaði bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, dags. 26. september 2018 kemur fram að leitað hafi verið til VSÓ verkfræðistofu vegna lausnar málsins. Fyrirliggjandi hönnun VSÓ felur í sér að til þess að auka vatnsþrýsting og slökkvivatn á kerfinu í Ólafsfirði upp að 5 börum þurfi að setja þrýstijafnara á neðri vatnstankinn. Áætlaður kostnaður er um 5-7 mkr. og lagt er til að framkvæmdir fari fram í maí á næsta ári. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bæjarráð hefur samþykkt að áætla kr. 5.000.000.- til að auka þrýsting í vatnsveitukerfi Ólafsfjarðar í framkvæmdaráætlun 2019.


    6.
    1805099 - Hjólabrettapallur - fyrirspurn.
    Á 559. fundi bæjarráðs þann 5. júní sl. var tekin fyrir fyrirspurn sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sendir fyrir hönd nokkurra nemenda á Ólafsfirði, um hvort hægt væri að taka aftur í notkun hjólabrettapall sem var á grunnskólalóðinni á Siglufirði og færa hann yfir á skólalóð grunnskólans í Ólafsfirði. Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Í umsögn deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var lagt til að skoðað væri að setja hjólabrettarampinn sem tekin var af skólalóðinni við Norðurgötu inn í hönnunina á skólalóð grunnskólans við Tjarnarstíg. Verkið kæmi til framkvæmda sumarið 2019. Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóranna og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að koma þessum óskum til hönnuða skólalóðarinnar. Í framkvæmdaáætlun 2019 er áætlað að ljúka við 2. og 3. áfanga skólalóðarinnar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.


    7.
    1805038 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar.
    Í kjölfar úttektar deildarstjóra og forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar á húsnæðismálum héraðsskjalasafnsins fól bæjarráð þeim að leggja fyrir ráðið tillögu að framtíðarfyrirkomulagi safnsins. Lögð fram tillaga deildarstjóra og forstöðumanns. Bæjarráð lítur tillöguna jákvæðum augum og vísar henni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
    Bæjarráð hefur samþykkt að áætla kr. 5.000.000.- í nýja skjalaskápa fyrir Héraðsskjalasafnið í framkvæmdaáætlun 2019.

    8.
    1803069 - Niðurstaða KPMG á greiningu á núverandi stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
    Á 550. fundi bæjarráðs þann 4. apríl sl var lögð fram niðurstaða greiningar KMPG á núverandi stöðu fasteigna í einstökum sveitarfélögum, þ.á.m. Fjallabyggð, sem unnin var fyrir Varasjóð húsnæðismála. Í minnisblaði bæjarstjóra kom fram: - Fjallabyggð á og rekur 25 leiguíbúðir. - Heildarfasteignamat eignanna var 176 m.kr. fyrir árið 2017. - Heildarskuldir námu 241,2 m.kr. í lok nóvember 2017. - Núverandi meðalleiga á m2 nemur 956 kr. fyrir árið 2017. - Almennt leiguverð á Norðurlandi án Akureyrar er 18% hærra en í Fjallabyggð sem er 1.021. kr./m2.
    Í forsendum við fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir hækkun á húsaleigu um 10%, bæjarráð samþykkir að hækka húsaleigu um 10% frá 01.01.2019.


    9.
    1801059 - Ráðgjöf og kennsla - Íbúar ses
    Á 539. fundi bæjarráðs þann 23.janúar sl. var lagt fram til kynningar kynningartilboð frá íbúum ses., sem snýr að því að auka borgaralega þátttöku og hannar og þróar opinn hugbúnað fyrir samráðsferla og samráðslýðræði. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

    10.
    1708037 - Varðar Álfhól - hringsjá
    Á 556. fundi bæjarráðs þann 15. maí sl. var tekið fyrir erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í framkvæmdir á árinu 2018 við að gera aðgengi betra að hringsjá á Álfhól, Siglufirði. Bæjarráð þakkar Viktoríu fyrir bréfið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bæjarráð samþykkir að hanna og kostnaðarreikna áætlaðar framkvæmdir við hringsjá á árinu 2019.


    11.
    1507052 - Brú yfir Skútuá Siglufirði - endurbætur, sorphirða- og vatnsveitumál tengt Visnesi
    Á 565. fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2018 frá Guðrúnu Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu. Á 566. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að vísa endurbótum á brú yfir Skútuá og kaldavatnsleiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að endurbæta brúnna yfir Skútuá á árinu 2019.


    12.
    1401026 - Ferðastefna Fjallabyggðar
    Á 47. fundi markaðs- og menningarnefndar sem haldin var 24.10.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu yrði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur yrði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn ynni drög að markaðsstefnu sem hann legði fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019. Bæjarráð samþykkti á 578. fundi þann 30.október sl. að leysa upp stýrihóp sem vinna átti að ferðastefnu Fjallabyggðar og þess í stað verður stofnaður nýr vinnuhópur sem skila á drögum að markaðsstefnu Fjallabyggðar til markaðs- og menningarnefndar eigi síðar en 1. júní 2019. Launakostnaði vegna fundarsetu er vísað til fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir launakostnaði vegna fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019.

    13.
    1306042 - Viðhald húsnæðis Ægisgötu 13 Ólafsfirði.
    Á 576. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga dags. 2. október 2018 varðandi ástand á þaki skólahúsnæðisins að Ægisgötu 13, Ólafsfirði. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 12. október 2018 þar sem lagt er til að dúkur á þaki Menntaskólans á Tröllaskaga verði lagfærður í þremur áföngum á næstu þremur árum. Bæjarráð samþykkir að vísa viðhaldi á þakdúk húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að lagfæra þakið í þremur áföngum og vísar fyrsta áfanga til viðhaldskostnaðar (eignasjóðs) í rekstri Menntaskólans á Tröllaskaga, sem verður áætlaður kr. 10.000.000.-

    14.
    Kynning á Gagnatorgi fyrir Fjallabyggð.
    Þann 14.ágúst kom erindi frá Capacent um nýtt Gagnatorg. Gagnatorgið samanstendur af fimm einingum; Íbúatölum, Opnum fjármálum, Ársreikningum, Fjárhagsáætlun og Birgjagreiningu. Sveitarfélög geta ráðið hversu margar einingar þau vilja nota og sýna út á við.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 579 fundur - 1. nóvember 2018 Lögð fram styrktarumsókn Kvenfélagsins Æskunnar Ólafsfirði dags. 23.október 2018.

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem umsóknin barst of seint en umsóknarfresturinn rann út þann 5.október 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 579. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018

Málsnúmer 1811003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

    Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10. 2018 að vísa erindi Leikhópsins Lottu til umsagnar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi það að veita styrk í formi húsaleigu í Tjarnarborg fyrir leiksýningu þann 31.01.2019.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra þar sem fram kemur að leiga samkvæmt gjaldskrá Tjarnarborgar 2018 stórisalur fyrir 1-2 klst viðburði s.s. leiksýningar er kr. 20.000.

    Bæjarráð samþykkir að að veita styrk kr. 20.000 í formi endurgjaldslausrar húsaleigu til Leikhópsins Lottu vegna leiksýningarinnar Rauðhettu þann 31.01.2019. Slíkur styrkur er tekjufærður á 05610-0340 Tjarnarborg - Húsaleiga og gjaldfærður á 05810-9291 Styrkir og framlög - Aðrir styrkir og framlög
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Bæjarráð samþykkti á 576. fundi sínum þann 15.10.2018 að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanns íþróttamannvirkja varðandi dagsetningar og verð samkvæmt gjaldskrá vegna erindis listviðburðarhópsins Huldufugls þar sem óskað var eftir aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til æfinga.
    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 29.10.2018 þar sem fram kemur að listviðburðarhópurinn Huldufulg óskar eftir að taka íþóttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði á leigu helgina 8.og 9. desember nk. á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar, samtals 7 klst. Húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.

    Bæjarráð samþykkir að leigja listviðburðarhópnum Huldufugli aðstöðu í íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði undir æfingar helgina 8. og 9. desember nk. húsaleiga verður innheimt samkvæmt gjaldskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10.2018 að vísa erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 18.10.2018 um opinber gjöld sveitarfélagsins vegna nýbygginga til úrvinnslu tæknideildar Fjallabyggðar.

    Lagt fram svar skipulags- og tæknifulltrúa Fjallabyggðar við erindi Íbúðalánasjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Bæjarráð samþykkti á 577. fundi sínum þann 23.10.2018 að óska eftir umsögn bæjarstjóra vegna tillagna Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til þingsályktunar um 5 ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172, mál.

    Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til nefndarsviðs Alþingis.
    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfi og felur bæjarstjóra að senda til nefndarsviðs Alþingis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. október 2018.
    Innborganir nema 901.906.889 kr. sem er 99,55% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 905.942.910 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.7 1805111 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Tekin til umfjöllunar tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2019.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi frá Jónínu Björnsdóttir dags. 4.nóvember 2018 þar sem hún óskar eftir að fá styrk í formi afnota af íþróttasal íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði til þess að halda 5 vikna íþróttanámskeið fyrir börn í Fjallabyggð á aldrinum 2-3 ára og 4-5 ára á tímabilinu 14.nóvember til 12.desember. Um er að ræða 10 skipti í heilum sal og er kostnaður vegna námskeiðsins áætlaður kr. 73.500.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afnota af íþróttasal, gjaldaliður færist af deild 06810 og lykli 9291 kr. 73.500 og bókast sem tekjur á deild 06510, lykill 0258 kr.73.500, sem bæjarráð vísar til viðauka nr.16/2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Trölla.is þar sem óskað er eftir því að senda bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar út beint, án endurgjalds.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar varðandi fyrirkomulag útsendinga bæjarstjórnarfunda í öðrum sveitarfélögum.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 31. október 2018 þar sem fram kemur að Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta og þriðja sinn föstudaginn 16. nóvember nk.
    Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að kynningu á þessum degi og vilja hvetja sem flesta til þess að fagna honum með sínum hætti og hafa þá íslenskuna í sérstöku öndvegi. Mælst er til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins. Í ár verður opnuð ný upplýsingaveita á umræddum degi þegar Nýyrðabankinn fer í loftið. Unnið hefur verið að því verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en markmið þess er að hvetja til aukinnar nýyrðasmíðar og skapandi notkunar tungumálsins.
    Nýyrðabankinn verður opinn á slóðinni www.nvvrdi.arnastofnun.is og getur hver sem er sent þangað inn tillögur að nýjum orðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi stjórnar Eyþings dags. 01.11.2018 þar sem fram kemur að Stjórn Eyþings ákvað á fundi sínum 23. október sl. að kalla saman fulltrúaráð Eyþings og Samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra þann 23. nóvember nk. Fulltrúaráðsfundurinn verður frá kl. 12-14 og samráðsvettvangurinn frá kl 14.15-16. Fundirnir verða á Akureyri, nánari dagskrá og staðsetning verður send út síðar.

    Fulltrúar Fjallabyggðar í Fulltrúaráði Eyþings eru Gunnar I. Birgisson og Helga Helgadóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra í Dalvíkurbyggð, dags. 23.10.2018 er varðar íbúafund um kynningu fyrir laxeldi sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 22.10.2018 Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 01.11.2018 er varðar könnun meðal sveitarfélaga varðandi tákmnálstalandi nemendur í grunnskólum.
    Könnunin er hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins skv. 4. og 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, reglugerð nr. 893/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna dags. 01.11.2018 er varðar fund um atvinnuþátttöku barna í samstarfi við Vinnueftirlitið sem haldinn verður 08.11.2018 frá klukkan 14:30 - 17:15 á Hótel Natura, Þingsal 2.

    Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar og einnig kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri. Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar fh. áhugafólks um jólakvöld í Ólafsfirði dags. 28.10.2018 þar sem óskað er eftir heimild Fjallabyggðar til að setja rafmagnstengil á ljósastaur sem stendur við Strandgötu í Ólafsfirði. Nýta á tengilinn fyrir LED lýsingu á jólaskreytingar í tengslum við jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar sem haldið verður föstudagskvöldið 7. desember nk.. Leyfi frá Rarik liggur fyrir.

    Bæjarráð samþykkir að veita leyfi til að setja rafmagnstengil á umræddan ljósastaur í Strandgötu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 25.10.2018 þar sem boðað er til ellefta Umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember nk. á Grand Hótel frá kl. 13-17. Grunnstef þingsins er ný hugsun í náttúruvernd og þau tækifæri sem geta falist í friðlýsingum svæða. Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lögð fram til umsagnar tillaga Atvinnuveganefndar Alþingis dags. 29.10.2018 til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20 mál. Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.11.2018 er varðar miðlægt námskeið fyrir skólanefndir sem haldið verður á Grand hóteli 26. nóvember nk. frá kl. 8:30-14:15. Streymt verður frá námskeiðinu og skólanefndir um allt land, sem ekki mæta á Grand, hvattar til að sitja námskeiðið í sameiningu í heimabyggð og fylgjast með útsendingu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 312. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 23. október sl.
    Einnig lögð fram til kynningar samantekt Alta frá aðalfundi Eyþings sem fram fór í Mývatnssveit 21. september 2018 „Brýnustu áhersluverkefni Eyþings 2018-2022“.
    Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 6. nóvember 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 31.10.2018 og 114. fundar Félagsmálanefndar frá 31.10.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 580. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018

Málsnúmer 1811006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.
    Bæjarstjóri kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 1808076 - Opnunartími íþróttamiðstöðvar um helgar.
    Á 579. fundi bæjarráðs þann 1. nóvember sl. var frestað að taka fyrir erindi sem upphaflega var tekið fyrir á 571. fundi bæjarráðs þann 11. september um lengdan opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar sem 59. fundur fræðslu- og frístundanefndar vísaði til bæjarráðs. Lagt var fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 03.09.2018 um áætlaðan kostnað við lengingu opnunartíma.

    Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð um helgar í tilraunaskyni fram að sumaropnun 2019 um 2 klst. á laugardögum og 1 klst. á sunnudögum og vísar til afgreiðslu í fjárhagsáætlun 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Á 62. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi vegna aukinnar þjónustu við bæjarbúa varðandi líkamsræktina.
    Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð um helgar í tilraunaskyni fram að sumaropnun. Kortalæsingar verða því ekki settar upp að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1805111 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

    Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.

    Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.

    Tekjumörk eru sem hér segir:
    Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
    1. 0 - 3.000.000 - 100%
    2. 3.000.001 - 3.600.000 - 75%
    3. 3.600.001 - 4.200.000 - 50%
    4. 4.200.001 - 4.800.000 - 25%
    5. 4.800.001 - - 0%

    Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
    1. 0 - 4.000.000 - 100%
    2. 4.000.001 - 4.600.000 - 75%
    3. 4.600.001 - 5.200.000 - 50%
    4. 5.200.001 - 5.800.000 - 25%
    5. 5.800.001 - - 0%

    Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.

    Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

    Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.

    Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
    30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
    50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.

    Systkinafsláttur verður í gildi milli skólastiga, þ.e. leikskóla og lengdrar viðveru fyrir 1.-4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Frístundaávísanir til barna á aldrinum 4-18 ára verða hækkaðar úr 30.000 í 32.500.

    Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Á 48. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar 7. nóvember 2018 var farið yfir styrktarumsóknir til menningamála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Á 62. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar þann 6. nóvember 2018 var farið yfir styrktarumsóknir til frístundamála og vísaði nefndin tillögu um úthlutun styrkja til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutun styrkja til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og Georgios Grammatikas um ræstingu í húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram fyrirspurn Kristínu Bergman, dags. 12.10.2018 varðandi styrk í formi endurgjaldslausra afnota af húsnæði til danskennslu í magadansi einu sinni í viku í báðum bæjarkjörnum frá janúar til maí 2019.

    Bæjarráð þakkar fyrirspurnina en sér sér ekki fært að verða við styrk í formi endurgjaldslausra afnota af húsnæði fyrir danskennslu í magadansi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.10 1811024 Mannamót 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 06.11.2018 þar sem vakin er athygli á að skráning er hafin á MANNAMÓT 2019 sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar 2019.
    Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar í heild. Síðustu ár hafa sýnendur verið fleiri en 200 í hvert skipti og gestir yfir 700 talsins.
    Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út boðskort, bæði prentuð og rafræn auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.
    Aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Þátttökugjald er 17.500 krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur þann 10. janúar 2019.
    Nánari upplýsingar um Mannamót má sjá með því að smella hér.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þátttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram erindi Lara Roje verkefnastjóra SEEDS, íslenskra sjálfboðaliðasamtaka, dags. 02.11.2018 varðandi hugsanlegt samstarf en SEEDS tekur á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Verkefnin eru alla jafna tvær vikur með 6 - 16 sjálfboðaliðum í hverju verkefni. Samstarfsaðili þ.e. Fjallabyggð mundi þá útvega sjálfboðaliðum fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan á verkefninu stendur.

    Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfi að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.12 1811011 Umsókn um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram styrkbeiðni Stígamóta móttekin 05.11.2018 vegna reksturs félagsins.

    Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessu sinni þar sem frestur til að skila inn umsóknum um styrki fyrir árið 2019 rann út 05.10.2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram erindi Leikfélags Fjallabyggðar dags. 02.11.2018 þar sem sótt er um styrk að upphæð 550.000 vegna fyrirhugaðrar leiksýningar á árinu 2019. Áætlað er að æfingar vegna sýningar hefjast í lok janúar og að frumsýnt verði um miðjan mars.

    Bæjarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Fjallabyggðar í formi endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg til æfinga líkt og undanfarin ár og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 þar sem þess er óskað að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi áritaðs minningarsteins til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði í tilefni 100 ára afmælis Kvenfélagsins Æskunnar. Kvenfélagið hefur fengið úthlutaðri lóð undir minningarstein að Strandgötu í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Kvenfélagsins Æskunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram undirritað erindi fiskverkanda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 er varðar óskir um meðferð úthlutaðs byggðakvóta til byggðarlagsins.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn fiskverkenda í Ólafsfirði á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Á 580. fundi bæjarráðs frestaði ráðið málinu til næsta fundar. Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að gera þær aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 01.11.2018 er varðar nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar.
    Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags.12.11.2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram til umsagnar tillaga Velferðarnefndar Alþingis til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 313. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 01.11.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð hluthafafundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. sem haldinn var 07.11.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð haustfundar Almannaverndarnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 12.11.2018 Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
    61. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar - 5. nóvember 2018.
    62. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar - 6. nóvember 2018.
    100. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar - 5. nóvember 2018.
    48. fundur markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar - 7. nóvember 2018.
    233. fundur skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 7. nóvember 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 232. fundur - 17. október 2018

Málsnúmer 1810006FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 232. fundur - 17. október 2018 Tæknideild heldur vinnu áfram við endurskoðun aðalskipulagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 232. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018

Málsnúmer 1810013FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Nefndin óskar eftir að skipulag bílastæða verði endurskoðað með tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og leyst með þeim hætti að bílum verði ekki bakkað beint út á Gránugötu án þess þó að hafa áhrif á þann fjölda bílastæða sem gert er ráð fyrir í tillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Tæknideild er falið að auglýsa tillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið skv. 2.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Nefndin telur ekkert því til fyrirstöðu að lóðarhafa verði heimiluð breyting á deiliskipulagi með stækkun á byggingarreit. Óskað er eftir fullgerðum aðaluppdráttum og umsókn um byggingarleyfi áður en ráðist verður í breytingu á deiliskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild að fara í samstarf við Vegagerðina í að finna leið að úrbótum til að draga úr hraðakstri við Hvanneyrarbraut. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Tæknideild falið að tilkynna til lögreglu brot á samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að ákveða staðsetningu í samræmi við reglugerð 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Tæknideild falið að fá umsögn frá rekstraraðilum svæðisins vegna málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 233. fundur - 7. nóvember 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 233. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018

Málsnúmer 1810009FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir helstu markaðs- og ferðaþjónustutengd málefni ársins 2018 og stöðu þeirra. Einnig var farið yfir áherslur í sömu málum fyrir fjárhagsárið 2019. Nefndin leggur til að 22. nóvember nk. verði haldinn fundur með þjónustuaðilum í Fjallabyggð. Á fundinum yrðu fyrirlesarar um markaðs- og ferðatengd málefni og rýnt í markaðsþörf m.t.t. gerðar markaðsstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna að undirbúningi fundarins og leggja hugmynd að dagskrá fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að stýrihópur sem stofnaður var til að ljúka við gerð ferðastefnu verði leystur upp og þess í stað verði farið í gerð markaðsstefnu Fjallabyggðar þar sem ferðastefna verði einn kafli í markaðsstefnu. Nýr vinnuhópur verði stofnaður og gert ráð fyrir launum fyrir fundarsetu í fjárhagsáætlun 2019. Vinnuhópurinn vinnur drög að markaðsstefnu sem hann leggur fyrir markaðs- og menningarnefnd eigi síðar en 1. júní 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Borist hefur erindi frá Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Trölla.is þar sem fram koma ýmsar hugmyndir að samstarfi við sveitarfélagið. Meðal samstarfshugmynda er þjónusta á sviði auglýsinga og markaðssetningar fyrir sveitarfélagið. Markaðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og þann áhuga sem Trölli.is sýnir samstarfi við sveitarfélagið en telur ekki tímabært að skoða samstarf um markaðssetningu og auglýsingaþjónustu fyrr en markaðsstefna sveitarfélagsins hefur litið dagsins ljós. Í innsendu erindi frá Trölla eru hugmyndir sem ekki heyra undir málefni markaðs- og menningarnefndar og hvetur nefndin deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kynna fyrir viðeigandi fagnefnd og koma á framfæri við bæjarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi sýndi fundarmönnum lokaútgáfu þrívíddarkorts af Ólafsfirði. Þrívíddarkortið hefur verið sent í prentun. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 24. október 2018 Nýr stjórnsýsluvefur Fjallabyggðar fór í loftið 26.september s.l. Um er að ræða töluverðar uppfærslur á vefnum. Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir helstu breytingar með fundarmönnum. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018

Málsnúmer 1811004FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að dagskrá fyrir samráðsfund ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð sem ætlunin er að halda 22. nóvember nk. Dagskrá fundarins verður auglýst á næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.2 1805111 Gjaldskrár 2019
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir gjaldskrár Tjarnarborgar, tjaldsvæða og bóka- og héraðsskjalasafns fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun 2019 fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir styrkumsóknir. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 7. nóvember 2018 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2019. Nefndin þakkar íbúum fyrir tilnefningar en fjölmargar bárust. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg 24. janúar 2019. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019. Bókun fundar Til máls tók Nanna Árnadóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 48. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn óskar Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur bæjarlistarmanni Fjallabyggðar 2019 til hamingju með tilnefninguna.

10.Stjórn Hornbrekku - 10. fundur - 31. október 2018

Málsnúmer 1810011FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 10. fundur - 31. október 2018 Deildarstjóri fjölskyldudeildar og hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku fóru yfir tillögu að fjárhagsáætlun Hornbrekku fyrir árið 2019. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætluninni til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. október 2018

Málsnúmer 1810012FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. október 2018 Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar félagsmálanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 31. október 2018 Forstöðumaður Skálarhlíðar hefur fengið beiðni um afnot af sal Skálarhlíðar fyrir spilakvöld Blakfélags Fjallabyggðar, einu sinni í viku. Spilakvöldin er liður í barnastarfi BF. Eldri borgara hafa verið virkir þátttakendur í þessum spilakvöldum. Félagsmálanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti, til áramóta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 114. fundar félagsmálanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018

Málsnúmer 1810015FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018 Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar.

    Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri sat undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.2 1805111 Gjaldskrár 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 5. nóvember 2018 Diljá Helgadóttir fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

    H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

    Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
    Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

    Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.

    Umræðu um gjaldskrá frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2018

Málsnúmer 1811001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2018 Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2018 Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir umfjöllun um fjárhagsáætlun. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 13.3 1805111 Gjaldskrár 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2018 Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Á 61.fundi fræðslu- og frístundanefndar 5. nóvember sl. lagði fulltrúi H-listann fram eftirfarandi tillögu:

    H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

    Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
    Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

    Tillagan var borin upp til samþykktar og samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til umfjöllunar í bæjarráði.
    Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    H-listinn lýsir ánægju sinni að vel hafi verið tekið í málið.

    Afgreiðsla 62. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 6. nóvember 2018 Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir styrkumsóknir vegna frístundamála. Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu um úthlutun styrkja til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar fræðslu- og frístundarnefndar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018

Málsnúmer 1811002FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 5. nóvember 2018 ásamt samanburði við sama tíma árin 2017 og 2016.
    2018 Siglufjörður 18649 tonn í 1641 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 420 tonn í 426 löndunum.
    2017 Siglufjörður 13661 tonn í 1928 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 525 tonn í 497 löndunum.
    2016 Siglufjörður 20432 tonn í 1996 löndunum.
    2016 Ólafsfjörður 543 tonn í 535 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit Fjallabyggðarhafna og er reksturinn í góðu jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 14.3 1805111 Gjaldskrár 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Lögð fram tillaga Hafnarstjóra að gjaldskrá fyrir Fjallabyggðarhafnir 2019.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nýja gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir Fjallabyggðarhafnir.

    Hafnarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Undir þessum lið vék Guðmundur Gauti Sveinsson af fundi.
    Lagt fram minnisblað hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna samkomulags við Vegagerðina og Fiskmarkað Siglufjarðar um uppgjör á kostnaði vegna skemmda á húsi fiskmarkaðarins, sem orsakaðist vegna sigs sem varð við endurbyggingu á Bæjarbryggju.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék S. Guðrún Hauksdóttir af fundi.

    Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Búið er að bóka 20 komur skemmtiferðaskipa fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Ekki náðist að ljúka við dýpkun við Bæjarbryggju árið 2017 vegna þéttra setlaga. Nú er dýpkun niður í kóta -9,00 lokið og heildarkostnaður án vsk um 6 milljónir. Hafnarbótasjóður greiðir 60% og Hafnarsjóður Fjallabyggðar 40%. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Undir þessum lið vék Guðmundur Gauti Sveinsson af fundi.
    Yfirhafnarvörður fór yfir málið. Hafnarstjórn frestar málinu þar til niðurstaða liggur fyrir frá Fiskistofu.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék S. Guðrún Hauksdóttir af fundi.


    Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar.
    Hafnarstjórn fagnar bættu verklagi við framkvæmd vigtunar og eftirlits í höfnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 5. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 100. fundar hafnarstjórnar staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2019
Fyrri umræða
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.
Til máls tóku : Gunnar Ingi Birgisson, Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir.
Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:

1.
Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48%.
2.
Holræsa- og vatnsskattur lækkaður um ríflega 8%.
3.
Óbreyttri álagningarprósenta fasteignagjalda.
4.
Verðbólgu 3%
5.
Frístundastyrkur hækkaður um ríflega 8%.
6.
Tekjuviðmið vegna afsláttar aldraðra og öryrkja hækkað um tæplega 8%.

Helstu niðurstöður
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 263 m.kr.
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er áætlaður 60 m.kr. og A-hluti samtals áætlaður 174 m.kr.
Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 2.917 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 551 m.kr. eða 18,9% af heildartekjum.
Afborganir langtímalána eru 153 m.kr. en gert er ráð fyrir að greiða aukalega 100 m.kr. inn á lán.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 362 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a) Grunn- og leikskóla lóðir (72m)
b) Malbiksyfirlagnir (42m)
c) Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (148m)

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 71,4% en skuldaviðmið verður 34,2%.

Eiginfjárhlutfall verður 0,61.
Veltufjárhlutfall verður 0,90 og handbært fé í árslok 2019 verður 75 m.kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 864 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:40.