Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

233. fundur 07. nóvember 2018 kl. 16:30 - 19:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir varamaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2018 þar sem Gbess ehf. sótti um leyfi til að byggja iðnaðar- og verslunarhúsnæði ásamt íbúðum við Gránugötu 12 , var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni og sameiginlega frá íbúum/húseigendum við Aðalgötu 9, 11, 13, 15, 17 og Norðurgötu 1. Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 3. október sl. var tæknideild falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Lögð fram svör við innsendum athugasemdum.
Lagt fram
Nefndin óskar eftir að skipulag bílastæða verði endurskoðað með tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og leyst með þeim hætti að bílum verði ekki bakkað beint út á Gránugötu án þess þó að hafa áhrif á þann fjölda bílastæða sem gert er ráð fyrir í tillögunni.

2.Deiliskipulag frístundabyggðar á Ytri-Gunnólfsá II

Málsnúmer 1810004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Ytri-Gunnólfsá II í Ólafsfirði, dagsett 5.10.2018. Gert er ráð fyrir 15 frístundahúsum innan svæðisins og er tillagan unnin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Samþykkt
Tæknideild er falið að auglýsa tillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið skv. 2.mgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fyrirspurn vegna Mararbyggðar 43, Ólafsfirði

Málsnúmer 1810120Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Ásgeiri Frímannssyni dags. 30.10.2018, vegna byggingarreits við Mararbyggð 43. Fyrirhugað hús á lóðinni mun fara nokkuð út fyrir byggingarreit skv. deiliskipulagi svæðisins.
Nefndin telur ekkert því til fyrirstöðu að lóðarhafa verði heimiluð breyting á deiliskipulagi með stækkun á byggingarreit. Óskað er eftir fullgerðum aðaluppdráttum og umsókn um byggingarleyfi áður en ráðist verður í breytingu á deiliskipulagi.

4.Úrbætur vegna hraðaksturs á Hvanneyrarbraut, Siglufirði.

Málsnúmer 1810047Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti þar sem íbúar við norðurhluta Hvanneyrarbrautar og nágrennis fara fram á við bæjaryfirvöld og Vegagerðina að þau láti athuga hraðakstur ökutækja í götunni og geri viðeigandi úrbætur.
Nefndin þakkar ábendinguna og felur tæknideild að fara í samstarf við Vegagerðina í að finna leið að úrbótum til að draga úr hraðakstri við Hvanneyrarbraut.

5.Krafa um úrbætur húss við Aðalgötu 6 á Siglufirði

Málsnúmer 1810090Vakta málsnúmer

Umræða tekin um málefni Aðalgötu 6 sem hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi. Lagðar fram ljósmyndir af ástandi hússins ásamt bréfum til fyrrverandi og núverandi eigenda með áskorun um úrbætur.
Erindi svarað
Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

6.Krafa um úrbætur húss við Hvanneyrarbraut 32, Siglufirði

Málsnúmer 1810091Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björgvins Árnasonar dags. 5.10.2018. Farið er fram á að nýtt verði þau ákvæði sem byggingarfulltrúi hefur í settum lögum og reglugerðum til að skylda eiganda/umráðamann Hvanneyrarbrautar 32 að sinna sínum skyldum hvað varðar viðhald áðurnefndar fasteignar. Vegna skorts á viðhaldi er sú háttsemi farin að valda tjóni á Hvanneyrarbraut 32b sem liggur samhliða.
Erindi svarað
Tæknideild falið að senda húseiganda bréf þar sem gefinn er frestur til að skila inn tímasettri framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

7.Umsókn um leyfi fyrir húsnúmeri á stoðvegg

Málsnúmer 1810074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi eigenda Hverfisgötu 28, Siglufirði þar sem óskað er eftir leyfi til að festa húsnúmer við stoðvegg austan við húsið.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Búfjárhald að Flugvallarvegi 2, Siglufirði

Málsnúmer 1710102Vakta málsnúmer

Búfjárhald í flugskýlinu við Flugvallarveg 2, Siglufirði.
Erindi svarað
Tæknideild falið að tilkynna til lögreglu brot á samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.

9.Jól og áramót 2018/2019

Málsnúmer 1810098Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna ábendingar frá sýslumanni Norðurlands eystra. Sýslumanni barst erindi frá hestamannafélaginu Gnýfara vegna staðsetningar áramótabrennu í Ólafsfirði 31.12.2017. Brennan var talin vera staðsett innan 150 metra frá næstu mannvirkjum. Þá var einnig gerð athugasemd við það að byrjað var að safna í brennuna í lok nóvember, en skv. 18. gr. reglugerðar nr. 325/2016 skal söfnun á brennustæði fyrir áramótabrennu að jafnaði ekki hefjast fyrr en 27. desember.
Erindi svarað
Nefndin þakkar framkomnar athugasemdir og felur tæknideild að ákveða staðsetningu í samræmi við reglugerð 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

10.Athugasemdir vegna gámasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 1811012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni dags. 4. nóvember 2018. Gerðar eru athugasemdir við hæð gáma á gámasvæðinu í Ólafsfirði og slæmt aðgengi að þeim. Einnig vantar allar merkingar á gámana og viðhaldi á girðingum í kringum svæðið er ábótavant.
Vísað til umsagnar
Tæknideild falið að fá umsögn frá rekstraraðilum svæðisins vegna málsins.

11.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2019.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Íbúðir í byggingu og lausar lóðir - könnun

Málsnúmer 1810046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 12.10.2018 vegna svars við vefkönnun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna stöðu fasteignamarkaðar á landinu.
Vísað til nefndar

Fundi slitið - kl. 19:25.