Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

48. fundur 07. nóvember 2018 kl. 17:00 - 20:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
  • Irina Marinela Lucaci varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jón Kort Ólafsson boðaði forföll og Irena Marinela Lucaci sat fundinn í hans stað.

1.Samráðsfundur ferðaþónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1811008Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að dagskrá fyrir samráðsfund ferðaþjónustuaðila í Fjallabyggð sem ætlunin er að halda 22. nóvember nk. Dagskrá fundarins verður auglýst á næstu dögum.

2.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir gjaldskrár Tjarnarborgar, tjaldsvæða og bóka- og héraðsskjalasafns fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun 2019 fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Styrkumsóknir 2019 - Menningarmál

Málsnúmer 1809046Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir styrkumsóknir. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1810027Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2019. Nefndin þakkar íbúum fyrir tilnefningar en fjölmargar bárust. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg 24. janúar 2019. Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Hólmfríði Vídalín Arngrímsdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2019.

Fundi slitið - kl. 20:00.