Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

61. fundur 05. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Guðrún Linda Rafnsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar.

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri sat undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Diljá Helgadóttir fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.

Umræðu um gjaldskrá frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.