-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.
Bæjarstjóri kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
1808076 - Opnunartími íþróttamiðstöðvar um helgar.
Á 579. fundi bæjarráðs þann 1. nóvember sl. var frestað að taka fyrir erindi sem upphaflega var tekið fyrir á 571. fundi bæjarráðs þann 11. september um lengdan opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar sem 59. fundur fræðslu- og frístundanefndar vísaði til bæjarráðs. Lagt var fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 03.09.2018 um áætlaðan kostnað við lengingu opnunartíma.
Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð um helgar í tilraunaskyni fram að sumaropnun 2019 um 2 klst. á laugardögum og 1 klst. á sunnudögum og vísar til afgreiðslu í fjárhagsáætlun 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Á 62. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi vegna aukinnar þjónustu við bæjarbúa varðandi líkamsræktina.
Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Bæjarráð samþykkir að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva í Fjallabyggð um helgar í tilraunaskyni fram að sumaropnun. Kortalæsingar verða því ekki settar upp að svo stöddu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:
Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.000.000 - 100%
2. 3.000.001 - 3.600.000 - 75%
3. 3.600.001 - 4.200.000 - 50%
4. 4.200.001 - 4.800.000 - 25%
5. 4.800.001 - - 0%
Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.000.000 - 100%
2. 4.000.001 - 4.600.000 - 75%
3. 4.600.001 - 5.200.000 - 50%
4. 5.200.001 - 5.800.000 - 25%
5. 5.800.001 - - 0%
Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.
Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.
Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.
Systkinafsláttur verður í gildi milli skólastiga, þ.e. leikskóla og lengdrar viðveru fyrir 1.-4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Frístundaávísanir til barna á aldrinum 4-18 ára verða hækkaðar úr 30.000 í 32.500.
Bókun fundar
Til máls tók Jón Valgeir Baldursson og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Á 48. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar 7. nóvember 2018 var farið yfir styrktarumsóknir til menningamála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Á 62. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar þann 6. nóvember 2018 var farið yfir styrktarumsóknir til frístundamála og vísaði nefndin tillögu um úthlutun styrkja til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Farið yfir styrkumsóknir.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutun styrkja til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Fjallabyggðar og Georgios Grammatikas um ræstingu í húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhóla Ólafsfirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram fyrirspurn Kristínu Bergman, dags. 12.10.2018 varðandi styrk í formi endurgjaldslausra afnota af húsnæði til danskennslu í magadansi einu sinni í viku í báðum bæjarkjörnum frá janúar til maí 2019.
Bæjarráð þakkar fyrirspurnina en sér sér ekki fært að verða við styrk í formi endurgjaldslausra afnota af húsnæði fyrir danskennslu í magadansi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags. 06.11.2018 þar sem vakin er athygli á að skráning er hafin á MANNAMÓT 2019 sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar 2019.
Tilgangur Mannamóts er að bjóða fram vettvang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar í heild. Síðustu ár hafa sýnendur verið fleiri en 200 í hvert skipti og gestir yfir 700 talsins.
Markaðsstofur landshlutanna sjá um að senda út boðskort, bæði prentuð og rafræn auk þess sem viðburðurinn er vel auglýstur á Facebook. Við hvetjum samstarfsfyrirtæki okkar til að taka þátt í viðburðinum og deila viðburðinum á sínum samfélagsmiðlum.
Aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Þátttökugjald er 17.500 krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur þann 10. janúar 2019.
Nánari upplýsingar um Mannamót má sjá með því að smella hér.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar með tilliti til þátttöku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram erindi Lara Roje verkefnastjóra SEEDS, íslenskra sjálfboðaliðasamtaka, dags. 02.11.2018 varðandi hugsanlegt samstarf en SEEDS tekur á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna fjölþættum verkefnum á sviði umhverfis-, menningar- og félagsmála í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Verkefnin eru alla jafna tvær vikur með 6 - 16 sjálfboðaliðum í hverju verkefni. Samstarfsaðili þ.e. Fjallabyggð mundi þá útvega sjálfboðaliðum fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu á meðan á verkefninu stendur.
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfi að þessu sinni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram styrkbeiðni Stígamóta móttekin 05.11.2018 vegna reksturs félagsins.
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að þessu sinni þar sem frestur til að skila inn umsóknum um styrki fyrir árið 2019 rann út 05.10.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram erindi Leikfélags Fjallabyggðar dags. 02.11.2018 þar sem sótt er um styrk að upphæð 550.000 vegna fyrirhugaðrar leiksýningar á árinu 2019. Áætlað er að æfingar vegna sýningar hefjast í lok janúar og að frumsýnt verði um miðjan mars.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Fjallabyggðar í formi endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg til æfinga líkt og undanfarin ár og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram erindi Kvenfélagsins Æskunnar Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 þar sem þess er óskað að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi áritaðs minningarsteins til minnis um frumkvöðlastarf kvenfélaganna í Ólafsfirði í tilefni 100 ára afmælis Kvenfélagsins Æskunnar. Kvenfélagið hefur fengið úthlutaðri lóð undir minningarstein að Strandgötu í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram í samstarfi við forsvarsmenn Kvenfélagsins Æskunnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram undirritað erindi fiskverkanda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, dags. 02.11.2018 er varðar óskir um meðferð úthlutaðs byggðakvóta til byggðarlagsins.
Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn fiskverkenda í Ólafsfirði á fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Á 580. fundi bæjarráðs frestaði ráðið málinu til næsta fundar. Lögð fram drög að uppfærslu innkaupareglna Fjallabyggðar í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að gera þær aðgengilegar á vef sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 01.11.2018 er varðar nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar.
Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags.12.11.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram til umsagnar tillaga Velferðarnefndar Alþingis til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 313. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 01.11.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð hluthafafundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. sem haldinn var 07.11.2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð haustfundar Almannaverndarnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 12.11.2018
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13. nóvember 2018
Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
61. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar - 5. nóvember 2018.
62. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar - 6. nóvember 2018.
100. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar - 5. nóvember 2018.
48. fundur markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar - 7. nóvember 2018.
233. fundur skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 7. nóvember 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 581. fundar bæjarráðs staðfest á 167. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.