Bæjarráð Fjallabyggðar

463. fundur 30. ágúst 2016 kl. 08:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Rekstraryfirlit júní 2016

Málsnúmer 1608013Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

2.Fjallskil 2016

Málsnúmer 1607022Vakta málsnúmer

Lagt fram lögfræðiálit vegna ágangs búfjár milli sveitarfélaga.

Stór hluti af því búfé sem smalað er í Fjallabyggð tilheyrir bændum í Fljótum. Í lögfræðiálitinu kemur fram að samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélag við Eyjafjörð eigi sveitarfélag sem verður fyrir ágangi fjár frá öðru sveitarfélagi ekki að hafa kostnað af vegna þessa.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að rita sveitarfélaginu Skagafirði bréf þessa efnis, og ná samkomulagi um málið.

3.Beiðni um styrk vegna viðhalds/viðgerða á troðara og toglyftu

Málsnúmer 1608030Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

4.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Síldarleitarinnar sf. þar sem ótímabundnum lóðarleigusamningi um Tjarnargötu 16 að því er tekur til 380 fm2 spildu af núverandi lóð er sagt upp. Áður hafði bæjarráð óskað eftir gerð samkomulags um nýtt lóðarblað en því miður náðist ekki samkomulag milli aðila.

Bæjarráð samþykkir að segja upp hinum ótímabundna leigusamningi um Tjarnargötu 16 og tekur uppsögnin gildi eftir eitt ár miðað við mánaðamót eða 1. september 2017.

5.Beiðni um aukningu ferðamöguleika

Málsnúmer 1604024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi eiganda B og G tours þar sem stjórnendur Fjallabyggðar eru sakaðir um svik á gefnum loforðum við fyrirtækið, þar sem Skarðsvegur hafi ekki verið opnaður fyrr en í júlímánuði. Bæjarráð vísar ásökununum á bug enda ber sveitarfélagið ekki ábyrgð á opnun vegarins.

Í umsögn bæjarstjóra kemur fram að Vegagerðin, sem er eigandi vegarins og ber ábyrgð á opnun hans, hafi stefnt að því að opna veginn í júní. Sökum mikilla snjóalaga var ekki hægt að opna veginn fyrr en um miðjan júlí, en mikil umferð hefur verið um veginn frá því að hann var opnaður.

6.Ofrukkaður fasteignaskattur

Málsnúmer 1605063Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi Guðjóns Bragasonar lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafnsins er varðar álagningu fasteignaskatts á geymsluhúsnæði í eigu safnsins.

Við gerð næstu fjárhagsáætlunar verða lagðar fram réttar álagningartölur fyrir safnið. Bæjarráð ákveður síðan styrk fyrir 2017.

7.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps, þar sem óskað er eftir að því að sveitarfélögin fái afrit af samkomulagi Fjallabyggðar og Akureyrar vegna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda sveitarfélögunum afrit af samkomulaginu og óska eftir fundi með sveitarstjórum sveitarfélaganna.

8.Ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallskil

Málsnúmer 1608015Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf deildarstjóra tæknideildar dags. 23. ágúst 2016, við fyrirspurn frá Bændasamtökum Íslands varðandi framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu.

9.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1607012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Minjastofnunar Íslands þar sem fjallað er um verndarsvæði í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum.

10.Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu

Málsnúmer 1608048Vakta málsnúmer

Haldin verður alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu dagana 5.-9. október n.k. á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

11.Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 1606003Vakta málsnúmer

Þann 23. ágúst sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um þýðingu kjarasamningsins fyrir Fjallabyggð.

12.Aðalfundur Eyþings 2016

Málsnúmer 1608045Vakta málsnúmer

Aðalfundur Eyþings 2016 verður haldinn 30. september og 1. október á Þórshöfn.

Aðalfulltrúar Fjallabyggðar eru:

Gunnar I. Birgisson
Steinunn María Sveinsdóttir
S. Guðrún Hauksdóttir
Sólrún Júlíusdóttir

Varafulltrúar:

Kristinn Kristjánsson
Hilmar Elefsen
Helga Helgadóttir
Jón Valgeir Baldursson

13.Málþing um millilandaflug á Akureyri 13. september 2016

Málsnúmer 1608043Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N munu halda málþing um millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða 13. september n.k. kl. 14 í Flugsafni Íslands á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

14.Hafnasambandsþing 2016 - Ísafirði

Málsnúmer 1605017Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 40. hafnasambandsþings á Ísafirði dagana 13. og 14. október 2016.

Lagt fram til kynningar.

15.Ráðstefna um mat og mælingar á árangri skólastarfs

Málsnúmer 1608049Vakta málsnúmer

Þann 20. september n.k. munu Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands standa fyrir ráðstefnunni Vegur til farsældar? Mat og mælingar á árangri skólastarfs. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu í Reykjavík.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra að sækja ráðstefnuna.

16.Áhrif nýrra húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Málsnúmer 1608050Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmála.

17.Byggðaráðstefnan 2016

Málsnúmer 1608051Vakta málsnúmer

Byggðastofnun, Austurbrú, Breiðdalshreppur, Samband íslenskra sveitarfélaga og SSA standa saman að ráðstefnu á Breiðdalsvík 14. og 15. september n.k., þar sem fjallað verður um stöðu og þróun landsbyggðanna á Íslandi út frá nýlegum rannsóknum og þróunarverkefnum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afrit af bréf til ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna samnings um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi

Málsnúmer 1608052Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi endurnýjun á samningi um notkun á höfundaréttarvörðu efni í skólastarfi og hlutdeild sveitarfélaga.

19.Til umsagnar - 674. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1608046Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 283. fundar stjórnar Eyþings frá 20. júlí 2016.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016

Málsnúmer 1608004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Vegagerðin óskar eftir leyfi frá Fjallabyggð til að ganga frá og loka námu nr. 19900 á Lágheiði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarráð samþykkir beiðni Vegagerðarinnar um lokun á námu nr. 19900 á Lágheiði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Nýr lóðarleigusamningur fyrir Suðurgötu 28,Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Lóðarleigusamningur fyrir Vesturtanga 7-11.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Sótt er um leyfi til að fjarlægja áfastan einlyftan geymsluskúr við suðurgafl hússins og að klæða hann með bárujárnsklæðningu. Einnig er sótt um að bæta við tveimur gluggum á efri hæð auk hurðar og glugga á jarðhæð suðurhliðar samkvæmt teikningum dagsettum 29.júlí 2016.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Fyrirspurn fulltrúa eiganda að Suðurgötu 28, Propx sf. til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi bókun bæjarráðs frá 24.mars 2015 er varðar stoðvegg við lóðarmörk.

    Nefndin óskar eftir umsögn tæknideildar vegna málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Steinn Elmar Árnason óskar eftir leyfi til að byggja sólpall og garðhýsi að Hólavegi 59, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 204. fundur - 10. ágúst 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.

22.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016

Málsnúmer 1608006FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Á fundi bæjarráðs þann 21. júní var til umfjöllunar erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar þar sem félagið óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um samstarfssamning sem tekur til þriggja atriða ásamt umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið. Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Fræðslu- og frístundanefnd hafnar því að gerður verði samstarfssamningur en hvetur félagið til að sækja um styrk vegna þessara verkefna nú í haust þegar vinna við fjárhagsáætlun 2017 fer í gang.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Á fundinn mætti Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar. Farið var yfir samning Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskólann á Tröllaskaga. Skólinn mun hefja starfsemi í upphafi skólaárs haustið 2016. Markmið skólans er að efla tónlistarþekkingu og iðkun tónlistar, auk þess að stuðla að eflingu tónlistarlífs í aðildarsveitarfélögunum. Gjaldskrár skólanna verða samræmdar nú í upphafi skólaárs 2016 - 2017. Samningurinn er til þriggja ára.
    Magnús vék af fundi kl. 17:37
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.

    Bæjarráð fagnar þessari sameiningu og hefur trú á því að með henni náist enn betri árangur í skólastarfi og hagræðing.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Á fundinn mættu Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla.
    Félag stjórnenda leikskóla sendir Fjallabyggð tvö erindi. Í öðru erindinu er hvatning til rekstraraðila leikskóla um að uppfylla þá kröfu að aðstoðarleikskólastjóri sé til staðar í leikskólum með 33 börn eða fleiri sbr. 6 grein laga um leikskóla. Í hinu erindinu er vakinn athygli á því að svo virðist sem margir leikskólastjórnendur hafi ekki aðgang að sérfræðiþjónustu til ráðgjafar og stuðnings við starfsmenn leikskóla. Vísað er í 21., 22. og 23. grein í lögum um leikskóla, nr. 90/2008, þar sem kveðið er á um skipulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu.
    Fjallabyggð uppfyllir þessi atriði. Aðstoðarleikskólastjóri er til staðar og sömuleiðis er sveitarfélagið með samning við sálfræðinga og talmeinafræðinga sem annars vegar veita stuðning við leikskólabörn og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðning við starfsemi leikskóla og starfsfólk.
    Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra að svara Félagi stjórnenda leikskóla. Jafnframt felur nefndin deildarstjóra að kanna með samstarf á milli skólaskrifstofu Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Á fundi fræðslu- og frístundanefndar þann 6. júní sl. var til umfjöllunar erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem skólanefndir voru hvattar til að kanna hvernig kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna væri háttað. Hér er svo kominn hvatning frá Velferðarvaktinni um sama málefni og vísar bæjarráð erindinu til umfjöllunar í nefndinni.
    Miðað við innkaupalista sem Grunnskóli Fjallabyggðar gefur út og verð á ritföngum sem Heimkaup birtir á sinni heimasíðu og að því gefnu að allir nemendur kaupi allt sem er á innkaupalistanum yrði kostnaður sveitarfélagsins rúmar 1.7 milljónir króna.
    Fræðslu- og frístundanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að skoða vel við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 að sett verði fjármagn í þennan lið svo hægt sé að takmarka kostnað foreldra við innkaup á ritföngum og öðrum gögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • 22.5 1604082 Skólamáltíðir
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Samningur um skólamáltíðir lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Samkvæmt undirrituðum Þjóðarsáttmála um læsi skuldbatt Fjallabyggð sig til að gera læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun hafa nú verið með námskeið fyrir grunnskólakennara og verður sambærilegt námskeið fyrir leikskólakennara haldið í september. Að loknu því námskeiði verður farið af stað með gerð læsisstefnu sem unnin verður af læsisteymum skólanna með aðstoð og stuðningi frá læsisráðgjöfum Menntamálastofnunar.
    Fræðslu- og frístundanefnd fagnar þessu og óskar eftir að læsistefnan verði tilbúinn 1. desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaveturinn 2015 - 2016 lögð fram til kynningar. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar. Nefndin þakkar Jónínu fyrir greinargóða skýrslu. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Ársskýrsla Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015 - 2016 lögð fram til kynningar. Olga Gísladóttir leiksskólastjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar. Nefndin þakkar Olgu fyrir greinargóða skýrslu. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23. ágúst 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - júní 2016. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 358.677.607 kr. Áætlun, 357.498.498 kr. Mismunur; -1.179.109 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 132.413.104 kr. Áætlun 131.380.472 kr. Mismunur; -1.032.632 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 463. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.