Ofrukkaður fasteignaskattur

Málsnúmer 1605063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 447. fundur - 01.06.2016

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.
Lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands, dagsett 17. maí 2016 er varðar fasteignaskatt.
Óskað er eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 verði endurskoðuð.

Bæjarráð óskar umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Á 447. fundi bæjarráðs, 1. júní 2016, var
lagt fram erindi Síldarminjasafns Íslands er varðaði fasteignaskatt.
Óskað var eftir því að álagning fasteignaskatts á árunum 2006 til 2016 yrði endurskoðuð.
Bæjarráð óskaði umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að álagning á eignir safnsins verði samræmd 2017, jafnhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.
Bæjarráð samþykkir að leiðrétta beri álagningu á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016.
Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar fasteignagjöld fyrir 2017 á Róaldsbrakka og Hlíðarhús samhliða endurskoðun rekstrarsamnings við safnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Lagt fram afrit af bréfi Guðjóns Bragasonar lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafnsins er varðar álagningu fasteignaskatts á geymsluhúsnæði í eigu safnsins.

Við gerð næstu fjárhagsáætlunar verða lagðar fram réttar álagningartölur fyrir safnið. Bæjarráð ákveður síðan styrk fyrir 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Í tengslum við erindi safnstjóra Síldarminjasafns Íslands ses. frá 17. maí 2016 samþykkti bæjarráð að leiðrétta álagningu fasteignaskatts á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016, Bátaskemmu, Njarðarskemmu og Ásgeirsskemmu.
Í erindi safnstjóra frá 17. nóvember 2016 er lögð fram ósk um að bæjarráð endurskoði einnig álagningu fasteignaskatts af Tjarnargötu 2, slippnum og Róaldsbrakka, Snorragötu 16.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð rekstrarsamnings sem gilda á fyrir 2017 til 2018. Drög að nýjum rekstrarsamningi verði lagður fyrir bæjarráð á nýju ári.