Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22.07.2014

Skólameistari, Lára Stefánsdóttir, kom á fund bæjarráðs til að ræða byggingaráform og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga.

Fram kom í máli skólameistara að skólann vantar húsnæði fyrst og fremst fyrir;

1.  Mötuneyti eða mataraðstöðu fyrir nemendur.

2.  Aðstöðu fyrir fundi, kynningar og viðburði.

3.  Fyrir sérdeild skólans.

4.  Fyrir tónlist eða listljósmyndun.

5.  Kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn.

Fram kom sú hugmynd að mynda vinnuhóp til að ræða og koma fram með hugmyndir um húsnæðismál skólans.

Bæjarráð samþykkir að velja vinnuhóp til að taka saman og vinna þarfagreiningu og rýmisáætlun fyrir starfsemina.

Hópurinn verði skipaður fimm einstaklingum, fulltrúum allra flokka ásamt fulltrúa frá Menntaskólanum. Vinnuhópurinn verði skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Lagt fram til kynningar lögfræðiálit, dagsett 16. júní 2015, varðandi leigugreiðslur og ágreining milli fulltrúa Fjallabyggðar annars vegar og fulltrúa Akureyrarbæjar hins vegar um skyldu til að taka þátt í leigugreiðslum vegna húsnæðis menntaskólans.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda bæjarstjórn Akureyrarbæjar bréf vegna málsins þar sem farið er fram á að lögbundnar greiðslur Akureyrarbæjar vegna húsaleigu MTR verði inntar af hendi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Lagt fram bréf bæjarstjóra til formanns bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar og minnisblað formanns bæjarráðs Fjallabyggðar vegna leigugreiðslna húsnæðis fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða innihald bréfsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Afgreiðslu frestað
Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrar þar sem hafnað er beiðni Fjallabyggðar um húsaleigugreiðslur vegna MTR.

Bæjarráð harmar afstöðu Akureyrarbæjar og samþykkir að fresta málinu til næsta fundar, þar sem von er á frekari skýringum frá Akureyrarbæ.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 406. fundur - 25.08.2015

Lagt fram bréf frá Akureyrarbæ vegna höfnunar á greiðslu húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, í málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Lagt fram svar Akureyrarbæjar, dagsett 4. desember 2015, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð hafnar tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Á 125. fundi bæjarstjórnar, 18. desember 2015, var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að hafna alfarið tillögum Akureyrarbæjar um þátttöku þeirra í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram svar Akureyrarbæjar, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.
Bæjarráð hafnaði tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi og fól bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi bæjarstjóra til Akureyrarbæjar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Lögð fram drög að samkomulagi við Akureyrarbæ um eingreiðslu vegna eldri og framtíðar leigugreiðslna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi við Akureyrarbæ og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Bæjarstjóri fór yfir drög að bréfi til aðildarsveitarfélaga vegna starfsemi Menntaskólans á Tröllaskaga, annarsvegar vegna leigusamnings til 5 ára og hinsvegar vegna viðbyggingar við MTR á matar- félags- og fundaraðstöðu fyrir nemendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 462. fundur - 23.08.2016

Lögð fram svarbréf Dalvíkurbyggðar annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar við erindi Fjallabyggðar er varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna við Eyjafjörð í stækkun húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæði sveitarfélögin samþykkja þátttöku í stækkun húsnæðisins. Ennfremur samþykkir Dalvíkurbyggð hlutdeild í leigu húsnæðisins til næstu fimm ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Tekið fyrir erindi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps, þar sem óskað er eftir að því að sveitarfélögin fái afrit af samkomulagi Fjallabyggðar og Akureyrar vegna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda sveitarfélögunum afrit af samkomulaginu og óska eftir fundi með sveitarstjórum sveitarfélaganna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27.09.2016

Lögð fram til kynningar staðfesting sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps á leigusamningi vegna Menntaskólans á Tröllaskaga og þátttöku í nýbyggingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lögð fram til kynningar afgreiðsla sveitarstjórnar Hörgársveitar sem fjallaði um erindi Fjallabyggðar vegna málefna Menntaskólans á Tröllaskaga á fundi sínum þann 27. október sl.

Hörgársveit samþykkti að taka þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.