Beiðni um styrk vegna viðhalds/viðgerða á troðara og toglyftu

Málsnúmer 1608030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 462. fundur - 23.08.2016

Skíðafélag Ólafsfjarðar óskar eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var tekið fyrir erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar þar sem óskað var eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar skíðafélagsins komi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var tekið fyrir erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar, þar sem óskað var eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016 var umsögn lögð fram og í bæjarráð óskaði í framhaldi eftir því að fulltrúi skíðafélagsins kæmi á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs kom fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, Kristján Hauksson.
Einnig mættu deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Bæjarráð samþykkir viðhaldsstyrk að upphæð kr. 350 þúsund.