Áhrif nýrra húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum

Málsnúmer 1608050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Á 463. fundi bæjarráðs, 30. ágúst 2018 var lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra félagsmála.

Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð kemur fram að deildarstjóri óskaði eftir því að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóðs komi hingað á staðinn og haldi sérstaka kynningu á lögunum. Er gert ráð fyrir að þessi kynning fari fram í fyrstu viku október næstkomandi.
Á kynninguna verða boðaðir fulltrúar bæjarráðs, félagsmálanefndar auk starfsmanna bæjarins sem að þessum málum koma.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21.10.2016

Lagt fram
Stefnt er að kynningarfundi Íbúðalánasjóðs og Sambands sveitarfélaga í fyrstu viku nóvember. Kynningarfundurinn verður fyrir fulltrúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 01.11.2016

Kynningarfundur Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði, 1. nóvember 2016. Tilgangur fundarins er að kynna framkvæmd laga um almennar íbúðir.