Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 1606003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 448. fundur - 06.06.2016

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara, undirrituðu nýjan kjarasamning mánudagskvöldið 30. maí.

Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. júní 2016 til 31. mars 2019.

Nú standa yfir kynningar á kjarasamningnum og atkvæðagreiðsla um þá. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir 9. júní n.k.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Í tengslum við undirritun kjarasamnings milli Samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags Grunnskólakennara, 30. maí. s.l. var boðað til
kynningarfunda.
Fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúi sótti kynningarfund 7. júní á Akureyri.
9. júní var ljóst að Félag Grunnskólakennara hafði fellt samninginn í atkvæðagreiðslu.

Til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 463. fundur - 30.08.2016

Þann 23. ágúst sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um þýðingu kjarasamningsins fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Á 463. fundi bæjarráðs, 30. ágúst 2016 var upplýst um nýjan kjarasamning sem undirritaður var 23. ágúst sl. milli samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um þýðingu kjarasamningsins fyrir Fjallabyggð.

Umsögn lögð fram.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu Félags grunnskólakennara, um samninginn liggur nú fyrir og varð niðurstaðan sú að félagsmenn felldu samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Lagðar fram upplýsingar frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samningaviðræðum við grunnskólakennara.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Lögð fram yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í ljósi umræðu um launastöðu grunnskólakennara.
Þar segir m.a.:
"Síðasti kjarasamningur sem gerður var við Félag grunnskólakennara hafði gildistímann 1. maí 2014 - 31. maí 2016. Í þeim kjarasamningi var samið um breytingar á vinnutímakafla kjarasamnings og launahækkanir sem ætlað var að rétta af launastöðu grunnskólakennara gagnvart öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga.

Þær launahækkanir leiddu til þess að meðaldagvinnulaun félagsmanna hafa hækkað um 30% á samningstímanum. Byrjunarlaun grunnskólakennara hafa á sama tíma hækkað sem nemur um 34% en aðilar voru sammála um nauðsyn þess að hækka byrjunarlaun til að bregðast við lítilli ásókn í kennaranámið.

Kjarasamningar grunnskólakennara voru lausir frá 1. júní 2016 og hefur samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í tvígang undirritað kjarasamning við Félag grunnskólakennara frá þeim tíma, annarsvegar í lok maí 2016 og hinsvegar í lok ágúst 2016. Þeir samningar hefðu tryggt kennurum sambærilegar hækkanir og samið hefur verið um við aðra hópa á vinnumarkaði vegna áranna 2016-2018. Báðir samningarnir voru felldir í atkvæðagreiðslu kennara.

Ný útskrifaður grunnskólakennari með fimm ára háskólamenntun og án starfsreynslu fær í dag grunnlaun sem nema 418.848 kr. á mánuði. Nýútskrifaður grunnskólakennari sem tekur að sér umsjónarkennslu fær 441.435 kr. í grunnlaun.

Grunnskólakennari sem lokið hefur 5 ára háskólanámi og hefur 15 ára starfsreynslu fær í dag 490.818 kr. í grunnlaun og 517.787 kr. starfi viðkomandi sem umsjónarkennari.

Meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara eru um 480.000 kr. í dag.

Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

29. nóvember 2016, undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn mun liggja fyrir þann 12. desember næstkomandi.

Kynning á helstu atriðum samnings lögð fram.