Bæjarráð Fjallabyggðar

446. fundur 24. maí 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hilmar Þór Elefsen varamaður, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Líkamsræktir, Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Gym-heilsu um kaup á líkamsræktartækjum.

Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2016, lögð fram.

Um er að ræða breytingar á rekstri m.a. vegna jöfnunarsjóðsframlaga, líkamsræktartækjakaupa, vaxta vegna nýrrar lántöku og hlutdeilda stofnana í rekstri.

Rekstrarbreyting er samtals í tekjur umfram gjöld kr. 6.868.000 og efnahagsbreyting samtals lækkun kr. 370.000.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Viðmiðunarreglur um launuð og launalaus leyfi starfsmanna

Málsnúmer 1604073Vakta málsnúmer

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2015, var lagt fram minnisblað fræðslu- frístunda- og menningarfulltrúa, ásamt drögum að viðmiðunarreglum um launuð og launalaus leyfi starfsmanna.

Bæjarráð samþykkti þá að taka reglurnar aftur til umfjöllunar.

Drög að reglum teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um launuð og launalaus leyfi starfsmanna Fjallabyggðar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Hönnunartillögur - Ræktin Ólafsfirði

Málsnúmer 1411020Vakta málsnúmer

Lagðar fram hönnunartillögur að viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.
Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 23. maí 2015, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði samkvæmt fyrirliggjandi útboðs og samningsskilmálum.

Bæjarráð samþykkir að heimila útboð á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

5.Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1605045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, dagsett 17. maí 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

6.Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands

Málsnúmer 1605052Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar FNE 1. júní 2016 á Akureyri.

Lagt fram.

7.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi vegna Suðurgötu 47b, 01-0101

Málsnúmer 1605047Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 17. maí 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Suðurgötu 47b, 01-0101, fnr. 231-9674, 580 Siglufjörður.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi vegna Suðurgötu 47b, 01-0201

Málsnúmer 1605046Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 17. maí 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga að Suðurgötu 47b, 01-0201, fnr. 231-9673, 580 Siglufjörður.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Hreyfivika UMFÍ - lýðheilsuherferð

Málsnúmer 1605051Vakta málsnúmer

Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hófst mánudaginn 23. maí, en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir. Í fyrra voru þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ um 40 þúsund talsins um land allt.
Í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur.

Bæjarráð hvetur íbúa til hreyfingar.

Lagt fram.

10.Samningur Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016

Málsnúmer 1605044Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar um refaveiðar 2014-2016.

Í ljósi þess að endurgreiðslur fyrir refaveiðar árið 2014 og 2015 voru lægri en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir, hækka endurgreiðslur til sveitarfélaga fyrir árið 2016 um 5%.

Endurgreiðsluhlutfall Fjallabyggðar nemur því 15% fyrir árið 2016 (var 10% fyrir árið 2014 og 12% árið 2015).

Heildargreiðsla til Fjallabyggðar, sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. samningsins, getur því numið að hámarki alls kr. 153.750 fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir viðauka við samning fyrir sitt leyti.

11.Þjóðskrá Íslands kynnir breytta uppsetningu á kjörskrá

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 13. maí um breytta uppsetningu kjörskrár.
Einnig er bent á mikilvægi þess að tilkynna Þjóðskrá Íslands um heiti kjörstaðarins í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er sá að þegar almenningur fer að geta flett sér upp á netinu í "Hvar á ég að kjósa" kemur nafn kjörstaðarins þar fram.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.

12.Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf ásamt áfangaskýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands, umsjónaraðila með starfi Flugklasans Air66N, dagsett 19. maí 2016.

13.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 24. maí 2016, kl. 14:15, voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í dýpkun við bæjarbryggju á Siglufirði.

Eftirtalin tilboð bárust:
Jan De Nul n.v. útibú á Íslandi bauð 51,2 millj. eða 70,2% af kostnaðaráætlun sem var 73 milljónir.
Björgun ehf bauð 69,930 millj. eða 95,8% af kostnaðaráætlun.

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt.
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og áformað er að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá opnun tilboða.

Bæjarráð samþykkir fyrir hönd hafnarsjóðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

200. fundur skipulags- og umhverfisnefnd, 23. maí 2016.

Fundi slitið.