Þjóðskrá Íslands kynnir breytta uppsetningu á kjörskrá

Málsnúmer 1605043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 13. maí um breytta uppsetningu kjörskrár.
Einnig er bent á mikilvægi þess að tilkynna Þjóðskrá Íslands um heiti kjörstaðarins í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er sá að þegar almenningur fer að geta flett sér upp á netinu í "Hvar á ég að kjósa" kemur nafn kjörstaðarins þar fram.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar.