Hönnunartillögur - Ræktin Ólafsfirði

Málsnúmer 1411020

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 20.11.2014

Teiknistofan Víðihlíð 45 hefur unnið tillögur að viðbyggingu fyrir líkamsræktaraðstöðu við Íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði. Tillögurnar eru tvær; A og B. Tillaga A gerir ráð fyrir viðbyggingu meðfram allri norður hlið núverandi líkamsræktar, 101,7 fermetrar að stærð. Tillaga B gerir ráð fyrir viðbyggingu við austurhlið núverandi líkamsræktar, 96,1 fermetrar að stærð.
Eftir umræður um málið leggur fræðslu- og frístundanefnd til við bæjarráð að leið A verði fyrir valinu, ef ákveðið verði að ráðast í þessa framkvæmd. Telur nefndin að leið A sé hagkvæmari en leið B.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 04.11.2015

Íþrótta-og tómstundafulltrúi kynnti tillögur A og B. Ungmennaráð lýsir ánægju sinni með tillögu A og bendir á að sama ástand er á tækjum í ræktinni í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir stækkun líkamsræktar í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði að upphæð 1,7 millj. til fjárhagsáætlunar 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lagðar fram hönnunartillögur að viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.
Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 23. maí 2015, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði samkvæmt fyrirliggjandi útboðs og samningsskilmálum.

Bæjarráð samþykkir að heimila útboð á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 452. fundur - 28.06.2016

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar Ármann V. Sigurðsson.

Á 446. fundi bæjarráðs, 24. maí 2016, var samþykkt að heimila útboð á viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

Eitt tilboð barst frá GJ smiðum í stækkun líkamsræktar sem hljóðaði upp á 56.728.102,- kostnaðaráætlun er 45.072.935,-

Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við tilboðsgjafa á þeim nótum sem voru til umfjöllunar í bæjarráði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 205. fundur - 01.09.2016

Aðaluppdrættir lagðir fyrir nefnd.

Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti.