Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 01.06.2015

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að útboð á efniskaupum á stálþili vegna Bæjarbryggju var auglýst 6. maí og verða tilboð opnuð 12. júní. Efnið skal afhendast á verkstað eigi síðar en í lok september 2015.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 30.06.2015

12 júní s.l. voru opnuð hjá Ríkiskaup tilboð í stálþil og festingar vegna Siglufjörður - Bæjarbryggja, endurbygging. Lægsta tilboð var um 81,4 mill. kr án vsk, en innifalið er flutningur og afhending á staðnum.
Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda (GA ehf) á grundvelli tilboðsins.

Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði GA smíðjárn.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 72. fundur - 27.07.2015

Hafnarstjóri kynnti niðurstöðu tilboðs í harðvið sem kemur ofan á steyptan kant við nýja stálþilið og staðfestingu til Vegagerðar á töku lægsta tilboðs.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73. fundur - 19.08.2015


Lagt fram
Hafnarstjóri fór yfir helstu upplýsingar varðandi endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði.
a) Kostnaður er áætlaður 436 mkr. þar af er hlutur Fjallabyggðar 120 mkr.
b) Framkvæmdatími. Endanlegum framkvæmdum er áætlað að vera lokið í ágúst 2017.
c) Aðrar upplýsingar:
Efnistök við dýpkun eru áætlaðir 52.000 m3. Þar af verða 25.000 m3 notaðir sem fylling á bak við þil.
Mismunur 27.000 m3 verða væntanlega notaðir til uppfyllingar á hafnarsvæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Þriðjudaginn 3.nóvember 2015 kl. 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Fjallabyggðar opnuð tilboð í endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði.
Útboðið var opið og auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og í Morgunblaðinu.
Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

Eftirtalin tilboð bárust:

Bjóðandi: Tilboðsupphæð - %hlutfall af kostn.áætl

Ísar ehf. 175.777.000,- 105%
ÍAV ehf. 240.750.250,- 144%
AK Flutningar 319.963.620,- 192%
Venus 350.463.220,- 210%
Áætlaður verktakakostnaður 166.832.500,- 100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu þessa bréfs.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10.12.2015

Lagður fram undirritaður verksamningur við Ísar, ásamt fylgigögnum, vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju, Siglufirði.

Hafnarstjórn fagnar undirritun verksamnings við Ísar ehf.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 07.03.2016

Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta verkfundar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 10.05.2016

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu á Bæjarbryggju. Framkvæmdum miðar vel og eru á áætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Þriðjudaginn 24. maí 2016, kl. 14:15, voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í dýpkun við bæjarbryggju á Siglufirði.

Eftirtalin tilboð bárust:
Jan De Nul n.v. útibú á Íslandi bauð 51,2 millj. eða 70,2% af kostnaðaráætlun sem var 73 milljónir.
Björgun ehf bauð 69,930 millj. eða 95,8% af kostnaðaráætlun.

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt.
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og áformað er að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá opnun tilboða.

Bæjarráð samþykkir fyrir hönd hafnarsjóðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 81. fundur - 20.06.2016

Hafnarstjóri óskar eftir heimild hafnarstjórnar til þess að bjóða út lokað útboð vegna jarðvinnu fyrir lagnir og ídráttarrör ásamt byggingu lagnahúss við Bæjarbryggju til Báss ehf, Árna Helgasonar ehf, Smára ehf og Sölva Sölvasonar ehf. Einnig er óskað eftir heimild til opins útboðs á vinnu vegna rafmagns í Bæjarbryggju.

Við afgreiðslu á þessum lið vék Hilmar Þór Zophaníasson af fundi.
Hafnarstjórn samþykkir heimild til lokaðs útboðs.

Hafnarstjórn samþykkir heimild til opins útboðs á rafmagni.

Tilboð í dýpkun við Bæjarbryggju voru opnuð 24. maí síðastliðinn. Vegagerðin hefur samið við Belgíska verktakann Jan De Nul sem var lægstbjóðandi í verkið með 367.700 evrur sem er 70% af áætluðum kostnaði.

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðar vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju.

Eftir fund hafnarstjórnar var farið í vettvangsferð og framkvæmdir við Bæjarbryggju skoðaðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Lögð fram umsögn bæjarstjóra til bæjarráðs vegna erindis Skúla Pálssonar þar sem gerð var athugasemd við útboð á framkvæmd við Bæjarbryggju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 455. fundur - 13.07.2016

Tilboð voru opnuð í verkið Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði 12 júlí kl. 14:00.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
Kostnaðaráætlun 24.550.600,-


Þess má geta að í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.

Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 03.08.2016

a) Tilboð í raflagnir á Bæjarbryggju/Hafnarbryggju.
Eftirfarandi tilboð bárust í raflagnir:

Raffó ehf. = 16.640.679 kr.

Tengill ehf., Sauðárkróki = 12.863.909 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á = 19.365.143 kr.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda og felur hafnarstjóra úrvinnslu málsins.

b) Tilboð í veituhús og lagnir á Hafnarbryggju.
Tilboð voru opnuð í verkið "Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði", 12 júlí kl. 14:00.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
Kostnaðaráætlun 24.550.600,-
Í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.
Siglingasvið Vegagerðarinnar samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
455. fundur bæjarráðs, 13. júlí 2016, samþykkti að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.

Lagt fram til kynningar.

c) Dýpkun við Bæjarbryggju.

Hafnarstjórn væntir þess að dýpkun hefjist sem fyrst.

d) Verkfundargerð nr. 9
Fundargerð 9. verkfundar, 13. júní 2016, um endurbyggingu bæjarbryggju lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Opnuð voru tilboð 3.ágúst 2016, vegna raflagna á bæjarbryggju/hafnarbryggju Siglufirði.

Tilboð bárust frá:
Raffó ehf., kr. 16.640.679,-
Tengill ehf., kr. 12.863.909,-
Kostnaðaráætlun var kr. 19.365.143,-.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði lægstbjóðanda.

Jafnframt var kynnt niðurstaða á tilboðum í vaxtakjör á brúarláni vegna framkvæmda við bæjarbryggju/hafnarbryggju, þar sem hlutur ríkisins verður ekki greiddur fyrr en snemma á næsta ári.
Niðurstaða var sú að Íslandsbanki bauð hagstæðustu kjörin.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 05.09.2016

Teikning varðandi malbikun í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju lögð fyrir hafnarstjórn til kynningar.

Hafnarstjórn samþykkir framlagðar tillögur hafnarstjóra.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26.09.2016

Hafnarstjóri fór yfir dýpkunarframkvæmdir við Bæjarbryggju og innsiglingu en þeim er lokið.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 07.11.2016

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Bæjarbryggju, reiknað er með að fyrsta áfanga þ.e. niðurrekstur á stálþili, fylling, lagnir og veituhús verði lokið í næstu viku.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16.12.2016

Lagðar fram teikningar af nýrri þekju á Bæjarbryggju. Hafnarstjórn samþykkir framlagðar teikningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að bjóða út þekju og lagnir vegna Bæjarbryggju á Siglufirði.
Fyrir liggur fjármögnun Hafnarbótasjóðs vegna verkefnisins.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 05.11.2018

Ekki náðist að ljúka við dýpkun við Bæjarbryggju árið 2017 vegna þéttra setlaga. Nú er dýpkun niður í kóta -9,00 lokið og heildarkostnaður án vsk um 6 milljónir. Hafnarbótasjóður greiðir 60% og Hafnarsjóður Fjallabyggðar 40%.