Hreyfivika UMFÍ - lýðheilsuherferð

Málsnúmer 1605051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hófst mánudaginn 23. maí, en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir. Í fyrra voru þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ um 40 þúsund talsins um land allt.
Í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. Sidekick er einfaldur, myndrænn og skemmtilegur snjallsímaleikur.

Bæjarráð hvetur íbúa til hreyfingar.

Lagt fram.