Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1605045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, dagsett 17. maí 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 450. fundur - 21.06.2016

Á 446. fundi bæjarráðs, 24. maí 2016, var lagt fram bréf frá nýstofnuðu blakfélagi í Fjallabyggð, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning milli bæjarfélagsins og hins nýstofnaða félags.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 30. fundur - 23.08.2016

Erindi svarað
Á fundi bæjarráðs þann 21. júní var til umfjöllunar erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar þar sem félagið óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um samstarfssamning sem tekur til þriggja atriða ásamt umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið. Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
Fræðslu- og frístundanefnd hafnar því að gerður verði samstarfssamningur en hvetur félagið til að sækja um styrk vegna þessara verkefna nú í haust þegar vinna við fjárhagsáætlun 2017 fer í gang.