Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lagt fram til kynningar bréf ásamt áfangaskýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands, umsjónaraðila með starfi Flugklasans Air66N, dagsett 19. maí 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisstjóra Air 66N, dagsett 30. september 2016, um starf flugklasans Air 66N fyrir tímabilið maí til september 2016.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 495. fundur - 04.04.2017

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands.
Bæjarráð telur rétt að kanna hagsmuni Fjallabyggðar í þessu samhengi og frestar afgreiðslu þessa máls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 499. fundur - 09.05.2017

Lagt fram erindi frá Flugklasanum Air 66N, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til þess að fjármagna starf verkefnastjóra árin 2018 og 2019. Bæjarráð hafði áður frestað afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31.10.2017

Lögð fram áfangaskýrsla frá Flugklasanum Air 66N.

Einnig er beðið um svar við beiðni Flugklasans um áframhaldandi styrk. Bæjarráð samþykkti í mars sl. að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Svar mun berast klasanum þegar ákvörðun liggur fyrir.