Samningur Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016

Málsnúmer 1605044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 446. fundur - 24.05.2016

Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar um refaveiðar 2014-2016.

Í ljósi þess að endurgreiðslur fyrir refaveiðar árið 2014 og 2015 voru lægri en áætlanir sveitarfélaga gerðu ráð fyrir, hækka endurgreiðslur til sveitarfélaga fyrir árið 2016 um 5%.

Endurgreiðsluhlutfall Fjallabyggðar nemur því 15% fyrir árið 2016 (var 10% fyrir árið 2014 og 12% árið 2015).

Heildargreiðsla til Fjallabyggðar, sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. samningsins, getur því numið að hámarki alls kr. 153.750 fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir viðauka við samning fyrir sitt leyti.