Bæjarráð Fjallabyggðar

401. fundur 14. júlí 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2015 - 2019

Málsnúmer 1507019Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ámundi Gunnarsson sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Drög að brunavarnaráætlun lögð fram til umfjöllunar.

Bæjarráð samþykkir framlagða brunavarnaráætlun.
Bæjarráð óskar eftir árlegum lista yfir heimsóknir vegna eldvarnareftirlits.

2.Slökkvilið - eiturefnabúningar

Málsnúmer 1506043Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ámundi Gunnarsson sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Á 397. fundi bæjarráðs, 16. júní 2015, var tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Ámunda Gunnarssyni, dagsett 11. júní 2015, þar sem óskað var eftir heimild á fjárhagsáætlun til kaupa á eiturefnabúningum og hitaveituvæðingu slökkvistöðvar á Siglufirði, á móti auknum tekjum af þjónustu slökkviliðsins í tengslum við kvikmyndagerð og þvotta á veggöngum.

Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að slökkviliðsstjóri mætti á fund bæjarráðs til að veita nánari upplýsingar um erindið.

Bæjarráð samþykkir umbeðna ósk og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

3.Úttekt slökkviliða haust 2014 Fjallabyggð

Málsnúmer 1506033Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ámundi Gunnarsson sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Tekin til umfjöllunar úttekt Mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Fjallabyggðar varðandi kröfur sem gerðar eru til slökkviliða og eldvarnareftirlits og þær úrbætur sem lagt er til að gera.

4.Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára

Málsnúmer 1507014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. júní 2015, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2016 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

5.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins um þrjú erindi sveitarfélaga, sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks.
Umrædd sveitarfélög eru: Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.

Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir af fundi.

Umsögn Sambandsins byggðist á röngum forsendum þar sem umsögnin fjallaði ekki um landfræðilegar ástæður sem eru grundvöllur úrsagnar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar úr Rótum.

Einnig lögð fram leiðrétt umsögn.

6.Formleg opnun skógarins í Skarðsdal

Málsnúmer 1506078Vakta málsnúmer

Tekið til afgreiðslu erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin er fyrirhuguð 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar.


Tillaga bæjarstjóra:

1. Vinnuflokkur frá Skógræktarfélagi Íslands verður að störfum í skóginum í tvær vikur og óskað er eftir liðsinni að hýsa hann og fæða.
Tillaga: Bæjarsjóður styrkir Skógræktarfélag Siglufjarðar um 200 þús. kr. vegna þessa verkefnis.

2. Óskað er eftir lagfæringu tengivegar og bílastæðis.
Tillaga:
a) Bæjarstjóri hefur haft samband við Vegagerðina um nýtt rimlahlið og lagfæringu á tengingu við Skarðdalsveg. Sótt verður um fjármuni til verkefnisins í haust og verður það framkvæmt á næsta ári, ef fjárveiting fæst samþykkt.
b) Ósk er um að fjölga þurfi bílastæðum innan afgirts svæðis Skógræktarfélagsins.
Tillaga:
Bæjarráð veitir 1.5 mkr. til verkefnisins, sem verður framkvæmt af Fjallabyggð og færist sem afmælisgjöf bæjarfélagsins til Skógræktarfélagsins.

3. Óskað er eftir þátttöku bæjarfélagsins í afmælishátíðarhöldunum þann 14. ágúst kl. 14.00.
Tillaga:
Lagt er til að bæjarráð styrki kostnað við hátíðarhöldin um 200 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra en leggur áherslu á að sótt sé um styrki á auglýstum umsóknartíma.

7.Kirkjugarðar Siglufjarðarsóknar

Málsnúmer 1506088Vakta málsnúmer

400. fundur bæjarráðs óskaði eftir ársreikningum kirkjugarða Siglufjarðarsóknar fyrir árin 2013 og 2014.
Afstaða yrði tekin til annarra atriða í umsögn í framhaldinu.

Umbeðin gögn hafa ekki borist og ítrekar bæjarráð beiðni sína um að ársreikningar berist fyrir næsta bæjarráðsfund.

8.Ósk um breytingu á fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1507025Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála með ábendingum sem hafa komið fram varðandi lagfæringar eða tilfærslur á fjárhagsliðum áætlunar fyrir 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytingum að upphæð kr. 1.241.200 til viðauka við fjárhagsáætlun.

9.Fasteignagjöld 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 1502054Vakta málsnúmer

Á 398. fundi bæjarráðs, 23. júní 2015, var ákveðið að taka til umfjöllunar tímabundna álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

Lagt fram erindi frá húseigenda sem óskar eftir því að álagning fasteignaskatts á húseign sína verði færð til fyrra horfs þar til niðurstaða verði fengin í málið samkv. ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun.

10.Leikvellir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507026Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um ástand, viðhald og endurnýjun á leikvöllum og opnum svæðum í Fjallabyggð.

11.Skíðasvæði Fjallabyggðar - Siglufirði

Málsnúmer 1503016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs, dagsett 4. júlí 2015, við erindi Fjallabyggðar um aðkomu sjóðsins að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði.
Ofnaflóðasjóður telur sig ekki hafa lagaheimild til þess.

Bæjarráð harmar afgreiðslu stjórnar Ofanflóðasjóðs og ljóst er að skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðdal mun verða lokað í náinni framtíð. Veðurstofa Íslands hefur sett fram hættumat á skíðasvæðinu og til að uppfylla það þarf að ráðast í framkvæmdir, þ.e.a.s. vegagerð og færslu á skíðalyftum upp á að minnsta kosti 200 mkr. Það er ljóst að sveitarfélag af þessari stærðargráðu hefur ekki burði til þess að standa undir slíkum framkvæmdakostnaði. Áhugi þeirra sem eiga að véla um þetta mál virðist afar takmarkaður, þ.e.a.s. Vegagerðarinnar og Ofanflóðasjóðs. Það yrði saga til næsta bæjar ef að eitt besta skíðasvæði landsins yrði lokað til frambúðar.

12.Til umsagnar - frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál

Málsnúmer 1507013Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 788. mál.
Fylgiskjöl:

13.Byggingar- og mannvirkjagerð - áherslur í eftirliti

Málsnúmer 1507018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett 6. júlí 2015, um auknar áherslur í eftirliti með byggingar- og mannvirkjagerð.

14.Hugsanleg undirskrift þjóðarsáttmála um læsi

Málsnúmer 1507020Vakta málsnúmer

Ráðherra menntamála fyrirhugar að blása til mikilla aðgerða til að bæta læsi íslenskra ungmenna, í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók menntamála.
Hluti af aðgerðunum er svokölluð þjóðarsátt um læsi þar sem ætlunin er að fá bæjar og sveitarstjóra allra sveitarstjóra á Íslandi til að undirrita þjóðarsátt um læsi. Ráðherra mun fyrir hönd ríkisstjórnar undirrita þjóðarsáttina og stefnt er að því að ráðherra fari hringferð um landið og undirriti sáttina í öllum fjölmennustu sveitarfélögum landsins.

Stefnt er að því að ráðherra verði á Siglufirði 31. ágúst nk.

Bæjarráð leggur til að undirritun fari fram í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

15.Boð á Nordregio Forum 2015 - 25. - 26. nóvember nk.

Málsnúmer 1507021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1507029Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 10. júlí 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúð við Eyragötu 7, 580 Siglufirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

17.Erindi vegna malbiksframkvæmda

Málsnúmer 1507030Vakta málsnúmer

Lögð fram miskabótakrafa, dagsett 9. júlí 2015, frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, í tengslum við malbiksframkvæmdir bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar málinu til úrlausnar hjá bæjarstjóra.

18.Leiguhúsnæði fyrir NEON félagsmiðstöð

Málsnúmer 1506047Vakta málsnúmer

Eitt tilboð barst frá Hálfdáni Sveinssyni í leiguhúsnæði undir NEON félagsmiðstöð.

Bæjarstjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar gengu til viðræðna við leigusala og gengu frá samningi til eins árs á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

19.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra - 2015

Málsnúmer 1501021Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. júlí 2015, lögð fram til kynningar.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 186. fundur - 13. júlí 2015

Málsnúmer 1507003FVakta málsnúmer

Fundargerð 186. fundar skipulags- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.