Formleg opnun skógarins í Skarðsdal

Málsnúmer 1506078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Tekið fyrir erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, dagsett 25. júní 2015, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin verður 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmælis Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var tekið fyrir erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin er fyrirhuguð 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að veita umsögn.

Umsögn bæjarstjóra lögð fram.

Dagskrárlið frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Tekið til afgreiðslu erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands, þar sem óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að formlegri opnun skógarins í Skarðdal í Siglufirði, inn í verkefnið "Opinn skógur".

Athöfnin er fyrirhuguð 14. ágúst næstkomandi og um leið fagnað 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar.


Tillaga bæjarstjóra:

1. Vinnuflokkur frá Skógræktarfélagi Íslands verður að störfum í skóginum í tvær vikur og óskað er eftir liðsinni að hýsa hann og fæða.
Tillaga: Bæjarsjóður styrkir Skógræktarfélag Siglufjarðar um 200 þús. kr. vegna þessa verkefnis.

2. Óskað er eftir lagfæringu tengivegar og bílastæðis.
Tillaga:
a) Bæjarstjóri hefur haft samband við Vegagerðina um nýtt rimlahlið og lagfæringu á tengingu við Skarðdalsveg. Sótt verður um fjármuni til verkefnisins í haust og verður það framkvæmt á næsta ári, ef fjárveiting fæst samþykkt.
b) Ósk er um að fjölga þurfi bílastæðum innan afgirts svæðis Skógræktarfélagsins.
Tillaga:
Bæjarráð veitir 1.5 mkr. til verkefnisins, sem verður framkvæmt af Fjallabyggð og færist sem afmælisgjöf bæjarfélagsins til Skógræktarfélagsins.

3. Óskað er eftir þátttöku bæjarfélagsins í afmælishátíðarhöldunum þann 14. ágúst kl. 14.00.
Tillaga:
Lagt er til að bæjarráð styrki kostnað við hátíðarhöldin um 200 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra en leggur áherslu á að sótt sé um styrki á auglýstum umsóknartíma.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 404. fundur - 11.08.2015

Lagt fram þakkarbréf stjórnar Skógræktarfélags Íslands, dagsett 29. júlí 2015, fyrir hönd verkefnisins "Opinn skógur", fyrir rausnarlegt framlag til Skógræktarfélags Siglufjarðar vegna fyrirhugaðrar hátíðardagskrár og opnunar skógarins í Skarðdal þann 14. ágúst n.k.