Umhirða kirkjugarða

Málsnúmer 1506088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, Sigurður Hlöðvesson, Guðmundur Skarphéðinsson og Guðlaug I. Guðmundsdóttir til viðræðu um umhirðu kirkjugarða í Siglufirði.

Til umfjöllunar var umhirða í kirkjugörðum í Siglufirði.

Samkvæmt 12. gr. laga um kirkjugarða er sveitarfélagi því, er liggur innan sóknar, skylt að láta ókeypis í té hæfilegt kirkjugarðsstæði svo og efni í girðingu, þó þannig að óbreyttar haldist kvaðir þær er þegar eru á jörðum og lóðum þar sem kirkjugarðar standa.
Þar sem ekki er völ á nægilega þurrum eða djúpum jarðvegi til kirkjugarðsstæðis skal sveitarfélag kosta framræslu og uppfyllingu landsins.

Samkvæmt viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði er
eftirfarandi talið hæfilegt efni í girðingu um kirkjugarð.

13. gr. Girðingarefni
Sveitarfélag greiðir efniskostnað við girðingu utan um kirkjugarð.
Hæfileg girðing miðast við stálgrindagirðingu; 1,2 m hátt galvaníserað teinanet með hefðbundnu staurabili.
Þegar hlaðnir garðar eru endurhlaðnir skal almennt litið svo á að efni til girðingarinnar sé þegar til staðar.
Ef girðing sem þegar hefur verið reist telst ekki hæfileg samkvæmt 2. mgr., leiðir framangreint ekki til þess að kirkjugarðsstjórn eigi rétt á greiðslum til endurbóta eða endurnýjunar sé ekki raunveruleg þörf á.
Sveitarstjórn og kirkjugarðsstjórn er ávallt heimilt að semja um hærri framlög, t.d. ef aðilar telja annars konar girðingu endingarbetri, falla betur að umhverfi eða þ.u.l.

Bæjarráð harmar ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Á 399. fundi bæjarráðs, 29. júní 2015, var til umfjöllunar umhirða í kirkjugörðum í Siglufirði.

Bæjarráð harmaði ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.

Umsögn lögð fram til kynningar.

Á árinu 2015 eru áætlaðar 5 mkr. til þess að búa til ný grafarstæði syðst í garðinum. Reynt verður að ljúka við duftreit ef fjármunir endast, annars í síðasta lagi á árinu 2016.

Bæjarráð óskar eftir því að fá afrit af ársreikningum kirkjugarða Siglufjarðarsóknar fyrir árin 2013 og 2014.

Afstaða verður tekin til annarra atriða í umsögn á næsta fundi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

400. fundur bæjarráðs óskaði eftir ársreikningum kirkjugarða Siglufjarðarsóknar fyrir árin 2013 og 2014.
Afstaða yrði tekin til annarra atriða í umsögn í framhaldinu.

Umbeðin gögn hafa ekki borist og ítrekar bæjarráð beiðni sína um að ársreikningar berist fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 402. fundur - 21.07.2015

Á 401. bæjarráðs var ítrekuð beiðni um að fá eintak af ársreikningi Siglufjarðarkirkjugarðs.

Bæjarráð óskar eftir árituðum endurskoðuðum ársreikningi og að formaður og varaformaður sóknarnefndar komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 403. fundur - 28.07.2015

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar sóknarnefndar, Sigurður Hlöðvesson og Hermann Jónasson.

Á árinu 2015 eru gert ráð fyrir 5 mkr. á fjárhagsáætlun Fjallabyggðar, til þess að búa til ný grafarstæði í suðurgarðinum í Siglufirði.