Fasteignagjöld 2015 - athugasemdir

Málsnúmer 1502054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 384. fundur - 17.03.2015

Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Í tengslum við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2015, hefur komið fram athugasemd við gjaldflokkun heimagistingar, og þá helst hvort hægt sé að taka upp hlutfall gjalds miðað við hve mikið af húsnæðinu er leigt út og hversu lengi af árinu.
Er í því sambandi vísað til útfærslu Reykjavíkurborgar.

384. fundur bæjarráðs óskaði eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

Lagt fram minnisblað með upplýsingum um fyrirkomulag álagningar heimagistingar hjá bæjar- og sveitarfélögum.
Þar komu einnig fram upplýsingar um frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um einföldun á umsóknar- og umsagnarferli er varðar heimagistingu að hámarki átta vikur á ári.

Upplýst var á fundinum að hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga er verið að vinna að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd álagningar fasteignaskatts af mannvirkjum í ferðaþjónustu.

Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun um álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, þar til leiðbeiningar Sambands ísl. sveitarfélaga liggja fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

Á 387. fundi bæjarráðs, 9. apríl 2015, var frestað umfjöllun um álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, þar til leiðbeiningar Sambands ísl. sveitarfélaga liggja fyrir.

Lögð fram til kynningar ábending frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Tekið fyrir erindi Valgeirs T. Sigurðssonar, f.h. kaffihússins Harbour House, dagsett 1. júlí 2015, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda þá mánuði sem kaffihúsið er ekki í rekstri.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 401. fundur - 14.07.2015

Á 398. fundi bæjarráðs, 23. júní 2015, var ákveðið að taka til umfjöllunar tímabundna álagningu fasteignaskatts á heimagistingu, við gerð fjárhagsáætlunar í haust.

Lagt fram erindi frá húseigenda sem óskar eftir því að álagning fasteignaskatts á húseign sína verði færð til fyrra horfs þar til niðurstaða verði fengin í málið samkv. ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19.01.2016

Tekið fyrir erindi Þóris Kr. Þórissonar dagsett 4. janúar 2016, þar sem komið er á framfæri athugasemdum við hækkun álagningar fasteignagjalda á fasteignina að Hlíðarvegi 1 Siglufirði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að taka upp tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi á þessu ári.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 428. fundi bæjarráðs, 19. janúar 2016, var tekið fyrir erindi Þóris Kr. Þórissonar dagsett 4. janúar 2016, þar sem komið var á framfæri athugasemdum við hækkun álagningar fasteignagjalda á fasteignina að Hlíðarvegi 1 Siglufirði.
Fært var til bókar að bæjarráð sá sér ekki fært að taka upp tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi á þessu ári.

Í bréfi Þóris Kr. Þórissonar, dagsett 28. janúar 2016, er sett fram ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Lagt fram bréf bæjarstjóra, dagsett 1. apríl 2016, til eigenda Herring House varðandi rökstuðning við höfnun bæjarráðs á tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi.