Innstig í almenningssamgöngum - talning á farþegum

Málsnúmer 1506031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að haldið sé utan um talningu á farþegum í almenningssamgöngum á vegum bæjarfélagsins.
Einnig að óskað verði eftir því við Eyþing að fá upplýsingar um farþegafjölda á leið Strætó til og frá Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Lagt fram yfirlit markaðs- og menningarfulltrúa, vegna notkunar á almenningssamgöngum bæjarfélagsins 15. júní til 30. júní 2015.

Fram kemur að heildarnotkun er 587 farþegar á tímabilinu, þar af 528 er tengjast frístundastarfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð óskar eftir áframhaldandi tímasettri talningu á innstigi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Samþykkt
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um notkun á almenningssamgöngum á milli byggðarkjarna í júlímánuði. Samtals voru farþegar 833 þar af 785 á vegum KF sem gerir þá 48 almennir farþegar.

Bæjarráð samþykkir að frítt verði fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 40% afslátt af áður samþykktri gjaldskrá.