Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 1502094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dagsett 12. febrúar 2015.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, rennur út í lok apríl.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 388. fundur - 14.04.2015

Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar var lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands.
Vakin var athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, rennur út í lok apríl.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar markaðs- og menningarfulltrúa.

Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa, Kristins J. Reimarssonar, vegna erindis frá Styrktarsjóði EBÍ en sjóðurinn veitir árlega styrki til framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga.

Tilgreindar eru hugmyndir að hugsanlegum umsóknum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og niðurstaða verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16.04.2015

Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá markaðs- og menningarnefnd. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

388. fundur bæjarráðs, 14. apríl 2015, vísaði tillögum markaðs- og menningarfulltrúa, Kristins J. Reimarssonar að umsóknum í styrktarsjóð EBÍ til umsagnar markaðs- og menningarnefndar.
15. fundur Markaðs- og menningarnefndar, 16. apríl 2015, lagði til við bæjarráð að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna.

Bæjarráð samþykkir tillögu Markaðs- og menningarnefndar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að senda inn umsókn til Styrktarsjóðs EBÍ.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Lögð fram til kynningar úthlutun Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands úr Styrktarsjóði EBÍ 2015.

Fram kemur að ekki reyndist unnt að veita styrk til bæjarfélagsins vegna upplýsingaskiltis við hafnir Fjallabyggðar.

Samþykktar voru styrkveitingar til 16 aðila, samtals að upphæð 5,0 milljónir króna.