Fyrirspurn um möguleg kaup og framtíðaráform íþróttamiðstöðvarinnar að Hóli í Siglufirði.

Málsnúmer 1505032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar lægi fyrir.

Lagt fram afrit af bréfi UÍF til Logos lögmannsþjónustu dagsett 3. júní 2015.

Þar kemur fram að stjórn UÍF mun taka afstöðu til ráðstöfunar Hóls í september n.k. og sú niðurstaða yrði síðan til umfjöllunar á næsta ársþingi UÍF.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Lagt fram til kynningar svarbréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, til Logos lögmannsþjónustu, dagsett 21. september 2015, við fyrirspurn um möguleg kaup á íþróttamiðstöðinni Hóli í Siglufirði.
Þar kemur m.a. fram að fundur stjórnar UÍF með formönnum aðildarfélaga UÍF sem haldinn þann 9. september sl. komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri vilji að svo stöddu til að gera breytingar á starfsemi Hóls.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 564. fundur - 10.07.2018

Lagt fram erindi LOGOS lögmannsþjónustu fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags þar sem umbjóðendur LOGOS lýsa yfir áhuga á að festa kaup á fasteign ásamt tilheyrandi lóðarréttindum sem eru í eigu og umráðum Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) samkvæmt gjafaafsali dags. 24. mars. 1970.

Bæjarráð þakkar innsent erindi en bendir LOGOS lögfræðiþjónustu á að beina erindi sínu til Ungmenna- og íþróttasambnds Fjallabyggðar (UÍF). En Fjallabyggð fer ekki lengur með málefni Hóls samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar dags. 16.11. 2017, þar sem afmáð hefur verið kvöð í gjafaafsali þess efnis að eignin gangi aftur til Fjallabyggðar hætti UÍF nýtingu eignarinnar í því skyni sem hún var gefin til. UÍF, þinglýstur eigandi Hóls, nýtur því óskertra og fullnægjandi eignarheimilda skv. gjafaafsali.