Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11.05.2015

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði:
Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar,
heitt vatn í sundlaugar og
umsókn Norlandia á Ólafsfirði um að fá að bora fyrir heitu vatni.

Bæjarráð óskar eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veiti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi til stjórna Norðurorku og Rarik vegna lækkunar á verði heits vatns í sundlaugar bæjarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21.05.2015

Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a. Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

Lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
Bæjarráð samþykkir að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 02.06.2015

Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a.
Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
Bæjarráð samþykkti að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. júní 2015 til formanns bæjarráðs þar sem fram kemur að formaður GÓ fyrir hönd Golfklúbbs Ólafsfjarðar samþykkir samkomulag, er varðar málefni Norðurorku og Fjallabyggðar í Skeggjabrekku á Ólafsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Norðurorku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra, dagsett 4. júní 2015, til Norðurorku vegna málefnis Golfklúbbs Ólafsfjarðar og afsláttarbeiðni á heitu vatni til almenningssundlauga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 399. fundur - 29.06.2015

Lagt fram til kynningar svarbréf Norðurorku hf. dagsett 15. júní 2015, varðandi Skeggjabrekku og heitt vatn til sundlaugar.
Stjórn Norðurorku samþykkti framkomna sátt aðila í tengslum við Golfklúbb Ólafsfjarðar, en er ekki tilbúin til að veita aukinn afslátt af heitu vatni til sundlaugarinnar í Ólafsfirði að svo stöddu. Málið mun verða tekið til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.

Þríhliða samkomulag milli Norðurorku, Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar verður lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 400. fundur - 07.07.2015

Lögð fram drög að samningi um lúkningu ágreinings vegna frívatns Skeggjabrekku í Ólafsfirði annars vegar og hins vegar drög að samstarfssamningi Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Norðurorku.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning um lúkningu ágreinings milli Fjallabyggðar og Norðurorku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Í erindi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Norðurorku, 4. júní 2015, voru ítrekaðar óskir bæjarstjórnar Fjallabyggðar um meiri afslátt á heitu vatni til almennings sundlauga.

Í svarbréfi forstjóra Norðurorku, dagsett 7. september 2015, kemur fram að stjórn Norðurorku hefur ákveðið að gera ekki breytingar á verðskrá til sundlauga, samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2016.