Bæjarráð Fjallabyggðar

394. fundur 26. maí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umsókn um stækkun lóðarinnar Lækjargötu 11 Siglufirði

Málsnúmer 1505043Vakta málsnúmer

Á 194. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 20. maí 2015, var samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, að verða við ósk húseigenda við Lækjargötu 11, Siglufirði um að lóðin Lækjargata 11b og um helmingur óúthlutaðs lands vestan húss þeirra, sameinist lóðinni Lækjargötu 11.

Bæjarráð samþykkir nýjan lóðarleigusamning.

2.Almenningssamgöngur milli byggðakjarna að sumri til

Málsnúmer 1505058Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um almenningssamgöngur milli byggðakjarna.

Á milli byggðakjarna er Fjallabyggð með skóla- og frístundaakstur í boði fyrir nemendur og starfsmenn grunnskóla. Almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir. Yfir sumartímann falla skólaferðirnar niður, en frístundaakstur er aðlagaður að starfi KF yfir sumartímann og þá yfirleitt eftir hádegi.

Bæjarráð samþykkir að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að sumarið 2015 verði boðið upp morgun- og síðdegisferð.
Áætlaður viðbótarkostnaður er 1,3 millj.

Bæjarráð leggur til að verð á einstaka ferð fyrir 6 ára og eldri sé kr. 400 eða einn miði.

10 miða kort kosti kr. 3.500
20 miða kort kosti kr. 7.000
30 miða kort kosti kr. 10.000

Mikilvægt er að notkun verði mæld á tímabilinu og fyrirkomulag og áætlun endurskoðuð eftir þörfum.

Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sjá um verkefnið og kynningu á því.

3.Hlíðarvegur 18-20 Siglufirði

Málsnúmer 1502104Vakta málsnúmer

Þar sem styttist í afhendingu skólahúsnæðis til nýrra eigenda, þarf að tæma það af ýmsum munum sem eru þar í geymslu.

Leitað er eftir heimild bæjarráðs til að vinna að tæmingu húsnæðis og kaup á sýningaskápum undir gripi sem yrðu staðsettir í Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að hafa umsjón með verkinu. Ákvörðun um kaup á skápum er frestað.

4.Framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var samþykkt að vísa tillögum sem fram koma í skýrslu vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg og gjaldskrá, til frekari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og tekur undir með vinnuhópnum, að veita þurfi félagasamtökum afslátt vegna langtímaafnota. Skýrslan verður áfram til umræðu í bæjarráði.

Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé:
"Undirrituð fagnar niðurstöðu vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg.
Þá legg ég til að gerð verði þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir endurbætur á Tjarnarborg og skipaður verði starfshópur til að fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og tillögur til framtíðar, sem kemur fram í skýrslu vinnuhópsins".

5.Tjarnarborg - starfsmannamál

Málsnúmer 1505056Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð markaðs- og menningarfulltrúa um starfsmannamál í Tjarnarborg.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir umsjónarmanni hússins í 100% starf, tímabundið til eins árs, sem einnig sjái um ræstingar.
Forstöðumannshlutverkið verði á höndum markaðs- og menningarfulltrúa.

6.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Í tengslum við mánaðarlega yfirferð launa í bæjarráði, samþykkti 393. fundur bæjarráðs, 21. maí 2015, að óska eftir því að deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála legði fyrir bæjarráð, tillögu að breytingu á launaáætlun.

Lögð fram tillaga að breytingu á launaáætlun fyrir liðveislu fatlaðra, leikskóla, tónskóla og félagsmiðstöð samtals að upphæð 16,2 millj.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

7.Frístundaakstur, sumaráætlun 2015

Málsnúmer 1505001Vakta málsnúmer

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var tekin fyrir ósk Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um breytt fyrirkomulag á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísar beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis og samþykkir að óska eftir að fulltrúi KF komi á fund bæjarráðs.

8.Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 1502060Vakta málsnúmer

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beindi þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst yrði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að auglýsa eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

9.Verð á heitu vatni á Siglufirði

Málsnúmer 1505051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra sent stjórn Rarik er varðar gjaldskrá á heitu vatni á Siglufirði.

10.Yfirfall á tjörn, þrýstilögn og umhverfisfrágangur á tjaldsvæði Ólafsfirði

Málsnúmer 1505059Vakta málsnúmer

Tilboð í yfirfall á tjörn, þrýstilögn á hafnarsvæði og umhverfisfrágang við tjaldsvæðið í Ólafsfirði voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar föstudaginn 22 maí kl. 13:00.

Eitt tilboð barst frá Smára ehf.
Tilboðið hljóðar upp á kr. 33.897.970,-
Kostnaðaráætlun var kr. 31.261.000,-

Deildarstjóri tæknideildar, leggur til að samið verði við Smára ehf.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Smára ehf.

11.Snjóflóðavarnir Siglufirði - Stoðvirki 3. áfangi

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 18. maí 2015, er varðar tilboð í uppsetningu stoðvirkja vegna snjóflóðavarna í Fífladölum í Siglufirði.

Tvö tilboð bárust frá Köfunarþjónustunni ehf og Íslenskum aðalverktökum hf.

Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með því að tilboði Köfunarþjónustunnar ehf í verkið, verði tekið.
Það var 69,91% af kostnaðaráætlun, sem var kr. 827.940.653.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að töku tilboðs Köfunarþjónustunnar ehf í verkið verði tekið.

12.Afgirt hundasvæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408015Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar hundafélagsins Trölla, Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir og Hildur Una Óðinsdóttir til viðræðna um starfsemi félagsins. Formlega á eftir að halda aðalfund og skipa í stjórn.

Búið er að samþykkja úthlutun á hundasvæði við sunnanverðan endan á gamla flugvellinum við Mummavatnið í Ólafsfirði.

Bæjarráð vísar umræðu um afgirt hundasvæði í Fjallabyggð til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

13.Styrkbeiðni vegna útgáfu

Málsnúmer 1505050Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Jóns Más Ásbjörnssonar, frá 20. maí 2015, um plötuútgáfustyrk fyrir hjómsveitina Four Leaves Left.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

14.Samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi

Málsnúmer 1502013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýst tillaga að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026 ásamt umhverfisskýrslu.

Fundi slitið.