Tjarnarborg - starfsmannamál

Málsnúmer 1505056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Lögð fram greinargerð markaðs- og menningarfulltrúa um starfsmannamál í Tjarnarborg.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir umsjónarmanni hússins í 100% starf, tímabundið til eins árs, sem einnig sjái um ræstingar.
Forstöðumannshlutverkið verði á höndum markaðs- og menningarfulltrúa.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18.06.2015

Vísað til nefndar
Alls sóttu sex aðilar um starf umsjónarmanns fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg en umsóknarfrestur um starfið rann út þann 12. júní sl. Umsækjendur eru:
- Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði
- Garðar Hvítfeld, Akureyri
- Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, Ólafsfirði
- Sigríður Frímannsdóttir, Noregi
- Símon Hrafn Vilbergsson, Akureyri
- Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði

Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtal og sáu Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi og Arndís Erla Jónsdóttir formaður markaðs- og menningarnefndar um að taka viðtölin.
Þrír umsækjendur, Garðar, Símon og Elsa Guðrún drógu umsóknina til baka.
Að mati nefndarinnar er Snjólaug Ásta hæfasti umsækjandinn og leggur til við bæjarráð að hún verði ráðin sem umsjónarmaður Tjarnarborgar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 398. fundur - 23.06.2015

17. fundur markaðs- og menningarnefndar, 18. júní 2015, samþykkti að leggja til við bæjarráð að Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði, yrði ráðin sem umsjónarmaður Tjarnarborgar.

Bæjarráð samþykkir að Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, verði ráðin í starf umsjónarmanns Tjarnarborgar.