Samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi

Málsnúmer 1502013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Bæjarráð samþykkir að fela Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Ármanni Viðari Sigurðssyni að fara sem fulltrúar bæjarfélagsins á fund um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, 4. febrúar á Akureyri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar frá 11. febrúar 2015 um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi, haldinn á Akureyri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um tilnefningar í starfshóp um samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11.05.2015

Í tengslum við drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fer verkefnisstjórn þess á leit við þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli að þær taki svæðisáætlunardrögin til umfjöllunar og samþykki að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarstjórna.
Jafnframt verði verkefnisstjórninni falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma, vinni úr þeim og rökstyðji afgreiðslu þeirra og sendi síðan endanlega tillögu að svæðisáætlun með áorðnum breytingum, til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir ofangreindan hátt á afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Lögð fram til kynningar auglýst tillaga að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026 ásamt umhverfisskýrslu.